Ég tók saman nokkrar fallegar klukkur sem allar eiga það sameiginlegt að fást á Íslandi. Ég hitti einmitt eina vinkonu í dag í hádegishitting sem var að leita sér af fallegri klukku og þá fékk ég þá hugmynd að skella í svona póst. Hún nefndi þó að hennar maður vildi helst fá klukku sem sýnir hvað klukkan er, s.s. með tölustöfum, svo að Sasa klukkan myndi seint ganga upp, og í rauninni engin af þessum lista mínum nema ein:) Ég fæ reglulega komment frá gestum sem skilja hreinlega ekki hvernig ég geti átt Sasa klukkuna mína vegna þess hve erfitt er að sjá tímann, en það er það góða við hana, þú veist bara gróflega hvað tímanum líður. Þó viðurkenni ég að mín er einungis til skrauts þessa stundina og með engum batteríum í því ég treysti ekki barninu mínu né kettinum sem færi að leika sér við perlufestina.
Ég er mjög hrifin af öllum þessum klukkum og fer fram og tilbaka með það hver er flottust enda allar einstakar á sinn hátt, Vitra Sunflower væri líklega nú þegar orðin mín ef hún væri aðeins ódýrari og gyllta Cucu klukkan frá Diamantini&Domeniconi hefur nokkrum sinnum “næstum því” verið keypt. Þessar klassísku með gyllta og koparlitaða rammanum eru báðar mjög fallegar og myndu njóta sín á hvaða heimili, og svo toppar fátt fallegu smáklukkurnar frá Georg Jensen, þær koma í fleiri týpum en þessari bláu og eru hver annarri fallegri.
Vonandi gefur þetta einhverjum hugmyndir sem vantar klukku á heimilið:)
Skrifa Innlegg