Það hefur verið hægara sagt en gert að koma sér aftur í rútínu eftir nokkra daga utanlandsferð en ég kom heim í vikunni eftir stopp í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Ferðin var algjörlega frábær í alla staða og átti ég dýrmætann tíma með góðum vinkonum mínum sem ég sé of sjaldan ásamt því að drekka í mig það nýjasta úr hönnunarheiminum. Ég kem til með að deila með ykkur myndum frá sýningunni og nokkrum spennandi fréttum, en ég réð ekki við mig að birta fyrst myndir af þessari flottu íbúð og fannst hún vel í takt við bíómyndina sem ég fór á í gær haha ( 50 shades ) – mæli með <3
Helginni minni verður að einhverju leyti eytt í tiltekt en það virðist hafa sprungið sprengja hér í miðju heimilisins – það bara hlýtur að vera miðað við magn draslsins!
Myndir via // stílisering Pella Hedeby, ljósmyndari Ragnar Omarsson //
Ég vona að þið hafið haft það gott síðustu daga, það er nú sjaldan sem ég læt ekki í mér heyra hér á blogginu í svona marga daga í röð:) Kærkomin pása þó – það hafa allir gott af örlitlu fríi af og til. Ég var þó mjög dugleg (mögulega of dugleg) að snappa í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi frá verslunum og frá sýningunni sem ég fór á, ég vona að þið sem fylgdust með þar hafið haft gaman af:)
Skrifa Innlegg