fbpx

Að nota olíu sem primer

HúðSmashbox

Vöruna sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég að gjöf, allt sem ég segi og skrifa er frá mér sjálfri og allt sagt af hreinskilni og einlægni.

Fyrirsögnin ber nú alveg sérstaklega vel með sér hvað umfjöllunarefni færslunnar er. Þetta er þó mögulega eitthvað sem hentar eingöngu konum sem eru með þurra húð eða normal húð. Ég er þó ekki að segja að olían sé ekki fyrir konur með feita húð ég er bara ekki viss um að þeim muni líða vel í húðinni með mikla olíu á henni, það er mjög algengt. Hér er ég að skrifa um hvernig með hjálp nýs primers þið getið kallað fram innri ljóma húðarinnar og að sjálfsögðu bætt smá auka við.

Ljómandi húð eða húð með dewy áferð hefur verið mjög vinsæl í förðunartrendi undanfarið ár. Olíur hafa svo verið að koma sterkar inn og eru orðnar ómissandi í snyrtivöruhillu allra kvenna. Hér ætla ég að segja ykkur frá vöru sem sameinar þessi tvö trend og er í þokkabót frábær fyrir húðina.

65fcf5b48b0bd4deb427288853f99e86

Með því að bera olíu á húðina þá fær hún mikla næringu sem endist henni vel og í raun miklu endingarbetri næringu. Áferð húðarinnar verður mjúk og ljómandi sem skín í gegnum farðann sem kemur svo yfir og skilur eftir sig fallega dewy áferð.

primeroil

Photo Finish Primer Oil frá Smashbox

Primer Oil frá Smashbox er mjög létt og fer hratt inní húðina. Hún er samsett úr 15 ólíkum olíum og þar á meðal er chamomile, lavander og jojoba olía. Þær eru allar valdar með það í huga að næra vel húðina og gera yfirborð hennar fallegra og fríska yfirborð hennar með það í huga að næra hana og undirbúa fyrir daginn sem er framundan. Að því skrifuðu þá má auðvitað líka nota hana fyrir nóttina.

Olían er borin á húðina á morgnanna og borin yfir allt andlitið. Gefið henni smá tíma til að fara vel inní húðina mér finnst gott að miða við 10 mínútur. Berið svo farðann á húðina og ég myndi mæla með fallegum fljótandi farða yfir þessa til að ná ljómanum í gegn. Húðin verður ljómandi falleg og silkimjúk eftir notkun og eftir notkun í einhverjar vikur verður áferð húðarinnar ennþá fallegri því það er auðvitað miklir kostir fyrir húðina að nota olíur.

88e3f48e064d94a799fc18090cdda939

En mér finnst líka alltaf að gefa nokkur aukatips fyrir vörur því mér finnst það gefa þeim meira notagildi og ég elska að finna nýjar leiðir til að nota snyrtivörurnar mínar. En þessa olíu getið þið notað til að næra naglaböndin, setja á olnbogana, á bringuna og í þurra hárenda!

Þetta er fullkomin vara fyrir mig og mína skraufþurru húð. Ég hef einhvern vegin ekki mikið þorað að setja olíu undir förðunina mína – ég skil eiginlega ekki afhverju ég hef ekki prófað það en það verður ábyggilega smá erfitt að snúa til baka í kremin – en ég kannski skipti bara dögunum á milli olíunnar og krema :D

Erna Hrund

essie í Pantone litum ársins

EssieneglurTrend

Naglalökkin sem ég skrifa hér um hef ég fengið að gjöf og keypt sjálf, færslan er skrifuð af einlægni og hreinskilni og bara til að gefa skemmtilegar hugmyndir um naglalökk***

Ég eins og margir aðrir er mjög spennt yfir vali á Pantone litum ársins sem eru báðir litir sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég persónulega hlakka til að bæta við flíkum í þessum fallegu litum við úrvalið í mínum fataskáp en þegar ég gái vel að má nú þegar finna þá í snyrtiskúffunum – nánar tiltekið í essie skúffunni!

Vissuð þið að litirnir Fiji og Bikini so Teeny eru eiginlega bara alveg eins og Pantone litir ársins…

MTM1OTc1MDM1ODgwOTAzOTU0

Litirnir fallegu slógu svo sannarlega í gegn þegar merkið kom fyrst í sölu hér en það er komið ár síðan núna í apríl.

essiepantone4

Fijiathugið að birtan er svo köld í morgunsárið að liturinn virðist hvítari en hann er á myndunum :)

Fiji er virkilega fallegur ljósbleikur litur sem er mjög þéttur í sér. Hann byggist vel upp og litaáferðin er jöfn og ólíkt mörgum svona ljósum pastellitum þá er meira en nóg að setja tvær umferðir af lakkinu til að fá fallega áferð.

essiepantone3

Bikini so Teeny

Þessi litur er auðvitað bara einn sá fallegasti, hér erum við að ræða um einn mest selda lit af naglalakki í heiminum og hann mun svo sannarlega fá sitt comeback í ár vegna Pantone litar ársins eða það held ég alla vega. Þessi litur er í miklu uppáhaldi hjá mér og öðrum og mér finnst nú bara kominn tími á að taka hann fram aftur og sit því með hann á nöglunum og skrifa þessa færslu. Stundum er bara nóg að grípa fram fallegt naglalakk í björtum lit til að fá smá vorglætu í lífið!

Er ekki um að gera að grípa fram fallegu vorlitina og setja þá á neglurnar ég er alla vega mjög ánægð og mér finnst komin smá sólarglæta bæði í dressið og lífið!

Hvernig líst ykkur á essie Pantone liti ársins – like fyrir like ;) :p

Erna Hrund

Fullkominn grunnur með Dior

DiorFallegtHúðMakeup ArtistMakeup Tips

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég að gjöf. Færslan sjálf er skrifuð af einlægni og hreinskilni og gerð með það í huga að kynna fyrir ykkur glæsilegar nýjar vörur frá Dior.

Í dag er síðasti dagurinn á Tax Free í Hagkaup og því ekki seinna en vænna að kynna fyrir ykkur nýju grunnförðunarvöru línunni frá Dior sem er svo glæsileg! Vörurnar fönguðu fyrst athygli mína í myndaþætti í Glamour en húðin var bara svo pörfekt að ég fann að ég varð að fá að prófa þessar vörur. Ég hef áður kynnt þær aðeins á snappinu hjá mér en ég verð nú að skrifa og sýna myndir mér til stuðnings.

Hér sjáið þið vörur úr Forever lúkkinu frá Dior sem er nú komið í verslanir!

forever7

Dior vörurnar hafa útlitið að sjálfsögðu með sér en líka virknina. Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af Dior vörunum og sérstaklega eftir að Peter Philips tók við sem listrænn stjórnandi. Forever farðinn hefur áður verið til hjá Dior en nú er hann orðinn ennþá léttari, hann gefur enn fallegri áferð og lagar sig vel að húðinni. Hér er farði sem gefur svakalega góða þekju og semí matta áferð. Farðinn blandast fallega saman við húðina og er sagður gefa 16 tíma endingu – hann gefur 16 tíma endingu ég get svo svarið það!

forever3

Á myndinni hér fyrir ofan er ég með primerinn og farðann, eingöngu farðann. Hann gefur virkilega góða þekju og fallega náttúrulega áferð. Ef maður buffar hann vel saman við húðina þá verður hún nánast lýtalaus og meira bara svona eins og second skin. Ef þið viljið þannig áferð notið þá þéttan farðabursta með stuttum hárum og vinnið farðann í hringlaga hreyfingar.

Ef þið viljið hins vegar aðeins meiri ljóma í húðina þá er um að gera að nota blautan svamp – það er yfirleitt mín go to leið við að bera á mig farða. Sérstaklega þegar maður er með mjög þekjandi farða eins og þennan þá verður auðveldara að dreifa jafnt úr honum.

Vörurnar í Forever lúkkinu frá Dior…

Diorskin Forever & Ever Wear – primerinn er uppáhalds varan mín úr þessu lúkki og hann er sannarlega að standa sig í þessu hlutverki. Hann er eiginlega bara eins og krem og hann fullkomnar áferð húðarinnar sem verður alveg slétt og það er mjög þægilegt að bera farða yfir húðina. Persónulega finnst mér þessi primer gera farðann ennþá betri og fallegri. Passið bara að leyfa primernum að jafna sig á húðinni í sirka 30 sekúndur áður en þið berið farðann yfir.

Diorskin Forever Fluid Foundation – farðinn sjálfur, aldrei þessu vant komu margir litir af farðanum hvort þeir eru 8 eða 10 ég man það ekki alveg. En ég nota sjálf lit nr 10 sem er sá ljósasti. Farðinn blandast svo fallega saman við húðina og sérstaklega með primerinn undir. Farðinn verður semí mattur og náttúrulegur.

Diorskin Forever & Ever Control – þetta er laust púður sem þið sjáið hér aðeins neðar. Það mattar farðann enn frekar og gefur mjög náttúrulega áferð. Það er mjög létt af lausu púðri að vera og tryggir það að húðin endist ennþá betur. Púðrið er falið undir þunnu neti sem heldur því á sínum stað en með litla kabuki burstanum fáið þið það magna af púðri sem þið þurfið í verkið. Púðrið er líka hægt að nota í baking en ég lýs því ferli hér fyrir neðan líka.

Diorblush Sculpt – það komu fjögur mismunandi púður, tvö þeirra eru shape púður með ljósum lit og kinnalit en hin tvö henta betur sem skyggingapúður. Ég er með lit nr. 004 sem heitir Brown Contour sem er með köldum brúnum lit sem hentar mínu litarhafti vel. Ef þið eruð með ljósara hár myndi ég frekar nota lit nr. 003 sem er meira hlýr. Dökka litinn nota ég til að skyggja og þann ljósa til að lýsa upp sem highlighter ofan á kinnbeinum og í kringum efri vör.

forever2

Hér er svo hinn fullkomni Forever grunnur, með primer, farða, Skinflash hyljaranum frá Dior, lausa púðrinu og mótunarpúðrinu þar sem ég nota dökka og ljósa litinn til að skyggja og lýsa upp svæði húðarinnar. Virkilega falleg og náttúruleg útkoma sem ég er mjög hrifin af. Svona endist líka húðin, í raun er myndin ekki tekin beint eftir að ég setti vörurnar á mig, nei ég málaði mig um morguninn og myndin er tekin um hálf 4!

forever8

Já þetta er púður og já þetta er hveiti en þegar maður skrifar um baking þá kemur ekkert tannað til greina! ;)

Hvað er baking?
Það er tækni sem er notuð til að auka þéttleika áferðar og þekju. Þið byrjið á því að setja það blauta, farðann og hyljarann. Setjið laust púður eins og það sem er hér fyrir ofan yfir þau svæði húðarinnar sem þið viljið t.d. lýsa upp. Yfirleitt er bakað ofan á kinnbeinum og fyrir ofan kjálka. Það er mjög gott að nota blautan svamp til að hlaða púðri yfir svæðin sem þið viljið baka og svo bara bíðið þið. Það er ekkert gott að bíða of lengi, þetta eru svona 2-3 mínútur. Strjúkið svo púðrinu vel af með þéttum bursta. Passið að strjúka allt púðrið af því ef eitthvað situr eftir er hætta á að það komi ekkert sérstaklega vel út á mynd. Baking hentar þó ekki öllum, síst þeim sem eru með mjög þurra húð. Ég þoli það t.d. ekki nógu vel en það skiptir auðvitað mestu máli að vera með góðan raka undir. Baking finnst mér þó vera eitthvað sem er óþarfi dags daglega ef þið þurfið betri þekju þá er þetta sniðug aðferð.

forever

Hér er svo smá nærmynd og mér finnst skyggingin alveg sérstaklega falleg. Ég var kannski mjög djörf að velja mér dekksta litinn en ég hafði mikla trú á því að hann myndi fara mér og minni húð sérstaklega vel og svo gæti ég notað hann mikið þegar ég væri að farða – þetta er bara spurning um magn.

Virkileg falleg förðunarvörulína sem er enn ein rós í hnappagat Peter Philips hjá Dior.

Erna Hrund

Þessar æpa á athygli!

neglurOPISS16

Naglalökkin sem ég skrifa um hér fékk ég að gjöf, það hefur þó engin áhrif á skrif mín því eins og alltaf skrifa ég af einlægni og hreinskilni.

Maður á alltaf pláss fyrir ný og spennandi naglalökk í snyrtibuddunni – eða snyrtiherberginu… ;) – eða er það ekki annars! Alla vega þá er vorið frá OPI komið og það er sannarlega glæsilegt. Bjartir og fallegir litir einkenna línuna sem eru samtals 12, en línan ber nafnið New Orleans. En í línunni er líka fáanlegt mini sett sem samanstendur af fjórum lökkum. Ég fékk bæði mini sett og svo valdi ég mér einn æðislega fallegan bláan lit sem eins og nafn færslunnar gefur til kynna – æpir á athygli!

opisumar2

Mini settið fína inniheldur litina Got Myself into a Jam-Balaya sem er fallegur ljósbleikur litur sem inniheldur léttan kóralundirtón. Svo er Take a Right on Bourbon sanseraður silfraður litur með fallegum brúntóna blæ, dálsið eins og greige litur með sanseringu. Græni liturinn finnst mér mjög skemmtilegur en hann heitir I’m Sooo Swamped, ég er alltaf spennt fyrir þessu skrítnu litum en ég mana ykkur í að splæsa í einn grænan og krossleggja fingur að grasið græna fari kannski að koma undan snjónum. Að lokum er það svo Show Us Your Tips, sem er lillablár litur með glimmeri – minnir óneitanlega á einn af mínum uppáhalds og einu mest selda naglalakki í heimi sem er frá essie – en ég á eftir að prófa og sjá hvernig hann lúkkar ;)

Mér finnst alltaf gott að ráðleggja þeim sem eru hrifnar af naglalökkunum frá OPI að kaupa mini settin, fá fleiri liti á góðu verði, sérstaklega þegar það er Tax Free. Þó glösin séu lítil þá klárar maður frekar lökkin svo ef það er einhver litur sem þið fallið alveg fyrir þá er bara hægt að kaupa stærra glasið líka.

En liturinn sem ég féll fyrir er fagurblár – hann er svakalega blár og ég er sjúklega skotin í honum!

opisumar copy

Rich Girls an Po-Boys úr New Orleans línunni frá OPI

Litirnir og nöfn lakkanna eru öll innblásin á þessari fallegu borg þar sem mannlífið yðar, músíkin ómar og arkitektúrinn er virðulegur! Ég hvet ykkur endilega til að skoða þessa nýju línu en lökkin koma eins og alltaf í takmörkuðu upplagi – ég mæli sérstaklega með bláa litnum og þeim græna, þeir eru skemmtilegastir finnst mér og svona litir sem fást ekki annars staðar.

Eigið gleðilegan laugardag – það ætla ég að gera með bláu neglurnar mínar ;)

Erna Hrund

Trend: Mattar varir!

Nýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashboxTrendVarir

Varan sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég að gjöf, allt sem ég segi og skrifa er frá mér sjálfri og allt sagt af hreinskilni og einlægni.

Mattar varir hafa sjaldan verið jafn áberandi og nú, hjá mörgum snýst allt um að finna hinn fullkomna matta varalit sem gefur vörunum fallega áferð og smellpassar við skemmtileg tilefni. En þó matta varatrendið sé stórt þá er það aldrei stærra en varalitatrendið. Sannleikurinn er sá að það koma nýjir og nýjir varalitir með alls konar áferðum hjá snyrtivörumerkjum í hverri viku en nú er komin vara á markaðinn hér á Íslandi sem býður okkur uppá að matta hvaða varalit sem er án þess að breyta litnum!

En fáum fyrst smá innblástur í boði Pinterest fyrir möttum vörum…

Mattar varir eru það sem við erum að sjá á tískupöllunum á bloggum, á Instagram síðum og á Snapchat. Stundum er erfitt að nálgast fullt af litum sem eru bara ekki í boði hér á landi en með nýjunginni frá Smashbox getur þú skapað þinn eigin matta varalit – I LIKE!

mattarvarir2

Insta-Matte frá Smashbox

Þetta er vara sem kæmi mér ekkert á óvart að yrði bara svona instant hit vara sem margar konur verða að eignast. Þetta er nefninlega svo sniðugt að þið getið notað þetta yfir hvaða varalit sem er og hann verður bara mattur – þetta er svona eins og matt top coat fyrir varirnar.

Ég er með svakalegan varaþurrk… úff mig svíður stundum og sumir svona mattir litir þurrka mínar varir. Sem mér finnst voða leiðinlegt því ég er mjög hrifin af möttum vörum. En með þessum get ég verið með hvaða varalit sem er sem gefur mér næringu og sett mattandi gelið yfir og fengið matta áferð!

mattarvarir

Hér er ég með varalitinn Posy Pink frá Smashbox líka sem er með glansandi áferð, góðum pigmentum en meira svona glossy. Ég dúmpaði bara yfir varirnar Insta-Matte með fingrunum og hviss bamm búmm þær urðu mattar!

Mér finnst þetta mjög skemmtileg vara sem ég er búin að prófa síðustu vikur yfir ýmsa varaliti (virkar ekki yfir gloss) og viti menn þetta kemur bara virkilega vel út og meirað segja finnst mér liturinn endast betur á vörunum, það er bara eitthvað sem ég sjálf hef tekið eftir.

Virkilega flott TREND – vara! Hvernig lýst ykkur á mattar varir?

Erna Hrund

Topp 10 á Tax Free

Ég Mæli MeðMakeup Artist

Vörurnar sem ég mæli með hér hef ég annað hvort fengið sem gjöf eða keypt sjálf. Allt sem ég skrifa er komið frá sjálfri mér og skrifað af hreinskilni og einlægni. 

Veiveivei!! Það er komið Tax Free í Hagkaup sem er frá deginum í dag og út mánudag. Ef ykkur vantar hugmyndir að nýjum snyrtivörum til að fegra snyrtibudduna ykkar með þá eru hér 10 frá mér…taxfreefeb16

1. Turnaround Overnight Revitalizing Moisturizer frá Clinique: Uppáhalds næturkremið mitt, kremð gefur húðinni minni svo mikla næringu og svo mikil þægindi að ég hef sjaldan vitað annað eins. Ég dýrka þetta krem svo mikið að ég nota það oft á morgnanna og passa þá í staðin að nota bara farða sem er með góðri sólarvörn. Næturkrem innihalda nefninlega ekki sólarvörn þar sem það er nú ólíklegt að við séum mikið í sól á nóttunni – í staðin eru þau ríkari af næringu og efnum sem gerir það að verkum að þau næra ennþá betur. Mitt næturkrem og ég gef því mín allra bestu meðmæli fyrir ykkur sem eruð með normal/þurra/blandaða húð – er ekki viss um að þær ykkar sem eruð með feita húð mynduð þola það.

2. Diorshow Nude Air Illuminating Powder í litnum Glowing Pink frá Dior: Ó þetta púður!! Það er úr vorlínunni frá Dior og er einn af tveimur litum sem er fáanlegur, hinn er meira útí gyllt en þessi er meira útí bleikt sem mér finnst fara mínu litarhafti betur. Þetta púður er ekki bara gordjöss heldur kemur svo fallegur og heilbrigður ljómi af því. Ég elska þetta því ljóminn er svo léttur, það kemur ekki of mikið – ég á alveg þannig highlightera – stundum vill maður bara léttan ljóma og ég fæ hann með þessu púðri en svo er ekkert mál að byggja það upp.

3. True Match Fondation frá L’Oreal: Besti fljótandi farði sem ég hef prófað – ég veit ekki hvað ég get sagt meir, hann er dásamlegur í alla staði og ég dái hann og dýrka, besti farði sem ég hef prófað. Ég finn mikinn mun á þessum nýja farða, ég var ekki nógu hrifin af þeim gamla en þessi gerir bara eitthvað fyrir mína húð sem mér finnst ómóstæðilegt, það er eitthvað við pigmentin í farðanum þau eru bara ennþá glæsilegri en áður!

4. Eye Opening Mascara frá Bobbi Brown: Jæja ókei, ég gef mér það að ég er nýbúin að prófa þennan maskara- svo nýbúin að það var bara í gær. En það var bara þannig að ég féll fyrir honum við fyrsta test. Stundum er það þannig með vörur og stundum þarf maður að prófa aftur og aftur til að átta sig á því hvort maður fýli eða ekki. Þessi maskari er með stórum og djúsí bursta, mikilli þykkingarformúlu og augnhárin verða tryllngslega flott! Augnhárin haldast líka eins allan daginn, þau eru kolsvört, maskarinn molnar hvorki né smitast og er bara virkilega góður. Maður fær fullt af formúlu og auðvel að byggja upp augnhárin án þess að klessa maskarann. Bobbi Brown vörurnar fást eingöngu í Hagkaup Smáralind.

5. Wonder Mud maski frá Biotherm: Ég get alla vega sagt það að ég fékk þónokkuð margar mæður í heimsókn til mín í vikunni, við vorum með svona mömmu bjútíklúbb og þær prófuðu allar þennan maska og voru allar svo hrifnar. Ég fékk það þá staðfest að hann er æðislegur alveg eins og mér finnst. Græni maskinn gefur húðinni orkuríkt næringarbúst og góða hreinsun, hann hentar öllum húðgerðum og hann er svo grænn á húðinni – ég dýrka það! Ef þið eruð með mig á snappinu þá kannist þið við þennan.

6. Baby Lips Balm & Blush frá Maybelline: Nú geta Baby Lips aðdáendur tekið gleði sýna á næsta stig! Nú er komin ný týpa af Baby Lips en það eru varasalvar með kúptri áferð sem eru með enn sterkari lit en varasalvarnir upprunalegu og nú er hugmyndin að það sé hægt að nota þá á kinnarnar. Ég hef sjálf notað hina mikið í kinnar því ég elska ljómann sem húðin mín fær frá þeim. En þessir eru bara snilld – hér sjáið þið litinn sem ég er búin að nota mest en það eru samtals 5 mismunandi litir. Það verður gaman að sjá hvernig verður tekið á móti þessum nýju litum.

7. Brow Set frá Real Techniques: Nú er þetta glæsilega augabrúnasett mætt í verslanir og nú er tíminn til að að næla sér í það á enn betra verði. Hér er sett sem er með þremur burstum og tveimur plokkurum sem móta, ramma inn, þétta og þykkja augabrúnirnar. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með settið í þó nokkurn tíma og er virkilega hrifin og svo hrifin að ég ætla að gleðja þónokkuð marga lesendur með settinu í gegnum Facebook síðuna mína núna um helgina.

8. Baume-to-Oil frá Biotherm: Þessi farðahreinsir er náttúrulega bara æðislegur, ég hef skrifað um hann áður en hér er eins konar smyrsli sem bærðir förðunarvörur – venjulegar og vatnsheldar. Hann verður að olíu þegar hann kemst í snertingu við húðina og nær að leysa upp allar förðunarvörur og óhreinindi og húðin verður silkimjúk á eftir.

9. Diorshow Brow Styler frá Dior: Mín go to augabrúnavara það sem af er þessu ári. Ég fékk allt í einu svona blýantaþráhyggju fyrir augabrúnirnar mínar. Ég fýla þennan lit því hann er mjúkur, er með flottri áferð, dreifist jafnt og byggir augabrúnirnar fallega upp. Hér er greiða á einum enda til að greiða hár og dreifa litnum og svo auðvitað liturinn sjálfur sem er í formi skrúfblýants. Liturinn endist allan daginn, dofnar ekkert og augabrúnirnar verða virkilega falelgar.

10. Private ilmur frá Naomi Campbell: Sá besti frá Naomi Campbell, þessi kom núna fyrir jól og seldist upp. Það ætti ekki að koma á óvart en hér er á ferðinni virkilega elegant og fallegur, nútímalegur ilmur sem ber keim af elegans og þroska. Pera, ferskjur, rós, appelsínublóm, vanilla, Tonka baun – bara brot af tónunum sem eru í ilminum, sem er á mjög góðu verði eins og aðrir svona stjörnuilmir.

Þetta er minn topp 10 listi fyrir Tax Free, allt vörur sem leika stórt hlutverk í minni snyrtubuddu, þó maskarinn sé glænýr þá var hann ást við fyrstu sýn. Á Tax Free er líka tilvalið að kynnast nýjum merkjum en Bliss er nú mætt í verslanir Hagkaup og þar er að finna ýmsar gersemar sem ég er nú að prófa – líst sérstaklega vel á Lip Treatment settið!

Góða skemmtun á Tax Free!

Erna Hrund

Fylgið mér endilega á Snapchat – ernahrundrfj og Instagram @ernahrund

Hár, nú er það bleikt!

HárTrend

Vöruna sem ég skrifa um í færslunni fékk ég sem gjöf, ég meina þó allt sem ég skrifa og eins og alltaf er færslan skrifuð í einlægni og öll orð eru frá mér :)

Já ég prófaði dáldið nýtt í dag, um að gera að skella sér smá útfyrir þægindarammann þó það sé nú ekkert of langt eða alla vega þannig að það er auðvelt að taka það til baka, nú er hárið orðið bleikt!

bleikt3

Ekki allt hárð heldur bara endarnir og það með stórskemmtilegri hárkrít. Hér er mikil gleði á heimilinu vegna öskudagsins svo mamman er kannski bara smá í takt við það með bleika hárið sitt. Tumalingur var pandabjörn og Tinni Snær ákvað að vera rauðhetta. Honum finnst sjálfum hárið á mömmu mjög flott þó hann hafi samt ákveðið að hvetja mig til að fara í klippingu, mamman er víst komin með of mikið hár – bleiki liturinn fannst honum mjög flottur!

bleikt

Litinn gerði ég með þessu snilldartóli sem er hárkrít frá merkinu Fudge Urban en það fæst í Hagkaup, Lyfju og Lyf og Heilsu, í fullt af fleiri litum líka, ég væri t.d. mjög mikið til í að prófa hvíta litinn með þessum bleika til að setja smá pastel áferð í litinn, það gæti komið virkilega skemmtilega út!

Ég var ekkert sérlega vongóð um að krítin myndi endilega ná að lita mitt hár en það tókst svona svakalega vel þó ég sé með mitt dökka hár. Ég nuddaði krítinni bara mjög óreglulega í enda hársins. Ég byrjaði reyndar á því að ýfa það vel upp með þurrsjampói og setti svo krítina í. Ég setti í enda hársins og bara frekar ójafnt eins og sést því þannig finnst mér liturinn gefa hárinu miklu meira líf.

bleikt2

Kemur skemmtilega út finnst ykkur ekki? Gaman líka fyrir mig sem þori ekki að lita hárið mitt í neinum svona flippuðum lit – þá er þetta svona eins dags flipp sem ég næ svo bara auðveldlega úr. Með þessa liti þá er auðvelt að festa þá vel í hárið með að spreya yfir þá með góðu hárspreyi. Það er bara um að gera að passa fötin. Ég var í svörtum bol þegar ég setti þennan lit í og dustaði bara af honum það litla sem fór á hann og það gekk virkilega vel, tók enga stund og enginn litur situr í.

Þetta verður litur sem ég mun svo sannarlega minna á fyrir hátíðir eins og Secret Soltice í sumar – sjáið þið það ekki fyrir ykkur!

Stundum finnst mér ég orðin smá gömul, alveg að verða 27 ára tveggja barna móðir, ókei ég veit ég er ekkert háöldruð en samt… En bleika hárið hjálpaði mér smá ég er sannarlega ekki í jafn mikilli aldurskrísu í augnablikinu ;)

Erna Hrund

Annað dress: denim on denim

Annað DressBiancoInnblásturNýtt í FataskápnumVero Moda

Fyrir helgi tók ég denim og denim á þetta, ég er að fýla þetta combo í tætlur meirað segja svo mikið að ég tók tvo daga í röð í því – já ég hef sem betur fer gleymt gömlum siðum – þið sem hafið lesið í einhvern tíma skiljið mig ;)

Dressið er allt úr Vero Moda, fyrir utan skónna – en ég tók þetta alla leið á föstudaginn og setti vélina uppá þrífót fyrir utan heima og stimplaði mig alveg inn sem undarlegasta nágrannan hér í hverfinu, alla vega sjálfumglaðasta íbúa götunnar! En fyrstu myndirnar birtust inná Instagrammi Vero Moda hér á Íslandi þar sem ég var með svona instagram takaover sem ég ætla að sýna ykkur betur í næstu viku.denim6

Buxur: Seven frá Vero Moda, við erum lengi búnar að bíða eftir flottum týpískum gallabuxum í fallegum bláum lit og þær komu loks núna fyrir helgi. Ég er búin að vera í mínum alla helgina en þetta snið er virkilega þægilegt og buxurnar sitja fallega á líkamanum og þær sitjá hátt uppi. Ég elska litinn á þeim þetta er svona ekta gallabuxnalitur. En það er um að gera að taka þessar þröngar – því þær gefa eftir!

denim5

Skyrta: frá Only fæst í Vero Moda. Þessi kom líka fyrir helgi og þetta var klárlega ást við fyrstu sýn. Ég kolféll fyrir henni þegar ég sá hana komna uppá vegg, þetta er mjög klassísk gallaskyrta úr mjúku efni sem er með smellum – mjög þægilegt og fljótlegt fyrir mjólkandi mömmu – þessi verður mikið notuð!

denim7

Skór: Bianco, þessir skór eru svo fáránlega þægilegir ég get ekki lagt meiri áherslu á það. Ég er mjög óvön því að vera í hælum, ég er enn að venjast því aftur bara eftir meðgönguna. Þó þetta séu ekki miklir hælar þá eru þeir mjög háir fyrir mig að vera í daglega miðað við hvað ég hef verið óörugg með mig útaf grindinni sem mér finnst ennþá alltof laus í sér. En mér líður svakalega vel í þessum og mæli vel með þeim, eins og ég tönnslast á þá er sylgjan alveg fullkomin og poppar skemmtilega uppá skónna.

DENIM ON DENIM INSPIRATION

Ég get sko lofað því að þetta dress verður notað mikið næstu daga og vikur, sjúklega einfalt og þægilegt, ég þarf endilega að næla mér svo í gott belti við gallabuxurnar. Svona svo ég get girt skyrtuna fallega ofan í buxurnar. Svo er bara að skella yfir sig góðri peysu sérstaklega þegar það er svona kalt úti eins og núna.

Gleðilegan sunnudag! Dagurinn einkennist af tiltekt fyrir smá bjútíhitting núna í vikunni – gott að vera snemma að hlutunum og svo er ég að vinna í næstu stafrófsfærslu – B fyrir Bronzer! Hlakka mikið til að deila henni með ykkur***

Erna Hrund

Vorið liggur í loftinu

AuguDiorMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Vörurnar sem ég skrifa um í færslunni fékk ég að gjöf frá Dior á Íslandi. Færslan er skrifuð af hreinskilni og einlægni og lýsir minni upplifun af vörunum. 

Vorlínan frá Dior er komin í verslanir og hún er mjög falleg. Vorlínur merkjanna mæta alltaf í upphafi árs og fylla mann von yfir því að nú sé vorið væntanlegt. Bjartir litir, ljómandi áferð og mjúk áferð eru lýsingarorð sem ég myndi nota til að lýsa þessum fallegu vörum sem eru í línunni sem nefnist Glowing Gardens.

Ég gerði förðun með vörunum sem ég fékk á Snapchat í gær, endilega fylgið mér þar til að koma í veg fyrir að missa af sýnikennslunum mínum þar –> ernahrundrfj <– :***

Hér sjáið þið lokaútkomuna…

diorvor6

Húðin mín er í einhvers konar veðurbreytingaráfalli þessa dagana svo hún er svakalega þur, vona að það skemmi þó ekki upplifun ykkar af þessari förðun sem ég er alveg sérstaklega ánægð með.

diorvor9

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni sem ég fékk:

  • 5 Couleurs Eyeshadow Palette í litnum Rose Garden
  • Vernis Gel Shine Lacquer í litunum Garden nr. 302 og Bleuette nr. 301
  • Diorskin Air Illuminating Powder í litunum Glowing Nude og Glowing Pink
  • Rouge Dior Baume í litnum Rosebud nr. 750

diorvor

Ég gerði förðun þar sem ég notaði dökka litinn í pallettunni til að skyggja sitthvorn helming augnloksins og setti ljómandi augnskugga í miðjuna til að ná að draga hana vel fram og fékk þannig nokkurs konar þrívíddaráferð á augnlokin. Hér fyrir neðan reyni ég að útskýra skref fyrir skref hvernig ég gerði förðunina.

Ég notaði fleiri Dior vörur til að gera förðunina sem ég mun segja ykkur betur frá seinna.

diorvor7

Augnförðunin skref fyrir skref:

  1. Byrjið á því að taka ljósbrúna skuggann sem er í vinstra horninu og setjið hann yst á augnlokið, blandið honum aðeins inná aunglokið. Liturinn mun vera fallegur undir dökka augnskuggann og mýkja hann þannig augun fái ekki of skarpa áferð.
  2. Takið næst dökka augnskuggann og setjið vel af honum yst á aunglokið. Blandið skuggann vel inná augnlokið og setjið smá innst á augnsvæðið en ekki mikið hafið bara létt á því svæði. Blandið augnskugganum vel inná augað og meðfram globuslínunni en reynið að halda miðjunni alveg lausri við dökka augnskuggann.
  3. Takið ljósbleika augnskuggann í miðjunni og setjið hann á mitt augnlokið. Reynið að blanda honum sem minnst saman við þann dökka til að draga ekki úr dýpt augnförðunarinnar.
  4. Takið næst græna litinn og setjið hann meðfram neðri augnhárunum, blandið hann vel og mýkið. Takið dökka litinn og setjið yfir þann græna, þannig fær hann létta græna áferð og munið að blanda litunum vel saman.
  5. Takið næst mjög þéttan bursta ég nota Smudge burstann úr eyeliner settinu frá Real Techniques og notið hann til að setja gula augnskuggann í innri augnkrókinn – setjið eins þétt af honum og þið getið.
  6. Ég nota svo vatnsheldan svartan blýant frá Dior til að ramma inn augnsvæðið og smudge-a hann vel til.
  7. Bætið svo loks smá af dekksta augnskuggunum alveg yst í ytri augnkrókinn eins þétt og þið getið til að fá meiri dýpt.

diorvor2

Svona er útkoman… Lykillinn er að blanda vel – ég nota alltaf Setting Brush frá Real Techniques til að blanda – besti blöndunarburstinn að mínu mati.

diorvor8

Svo er það hér sjálf stjörnuvaran úr línunni, það sem ég er ástfangin af þessu glæsilega púðri!! Þetta var ást við fyrstu sín þegar ég sá ljóma púðrin frá Dior og mikið vona ég að þau komi í fast úrval hjá merkinu. Ég er búin að nota þennan lit alveg sérstaklega mikið þetta er liturinn Glowing Pink – hann er að klárast hratt svo ekki missa af honum ;)

Ég nota púðrið í þessari förðun…

diorvor5

Púðrið set ég ofan á kinnbeinin og bara létt af því og í kringum varirnar. Það er að sjálfsögðu hægt að taka þetta ennþá lengra og púðrið býður svo sannarlega uppá það.

Að lokum set ég svo varalitinn yfir varirnar en hann er ég búin að nota mikið. Dior Rouge Baume litirnir eru í miklu uppáhaldi og einn af litunum sem kom fyrir ári síðan var varaliturinn minn síðasta vor og sumar – ég ofnotaði hann vegna rakagefandi eiginleika hans – þessi hefur komið sterkur inn. Bleiki liturinn fer svakalega vel við þessa förðun finnst mér.

diorvor4

Nú finnst mér vorið liggja í loftinu… Það hlýtur að fara að styttast í það það er nefninlega svo marg sem bendir til þess í snyrtivöruheiminum, já svona eins og vorlínan frá Dior sem er sannarlega glæsileg – must see!

Ef ykkur líst vel á línuna þá er hún fáanleg hjá Dior í Hagkaup, Lyf og Heilsu og Sigurboganum. Það er ekkert sérstaklega mikið eftir og nú þegar nokkrar vörur uppseldar á heildsölu – bara svona smá auka upplýsingar. Persónulega eru ljómapúðrin og Diorshow Colour & Contour, Eyeshadow & Liner vörur sem mér þykir must have – ég þarf endilega að næla mér í Colour & Contour penna – mér leist svakalega vel á þá!

Eigið gleðilegan laugardag!

Erna Hrund

Ég dýrka þennan hreinsi!

BiothermHúð

Hreinsinn sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég sem gjöf. Allt sem kemur fram í færslunni er byggt á minni eigin reynslu.

Ég fór á fund um daginn inní heildsöluna sem er m.a. með vörurnar frá Biotherm. Þar fékk ég að gjöf dásamlegan maska sem er þó ekki umfjöllunarefni þessarar færslu – það kemur seinna. En ég var að prófa maskann á handabakinu og svo var mér boðið að hreinsa hann af með hjálp þessa hreinsis. Ég tók andköf þegar ég prófaði og trúði því ekki að ég hafi ekki vitað af þessum ótrúlega skemmtileg og góða hreinsi.

En mig langar endilega að segja ykkur frá honum betur, hann er virkilega skemmtilegur og mér finnst ég bara endilega verða að segja fleirum frá honum svona ef þið hafið misst af honum eins og ég :)

balmoil3

Hér sjáið þið saman á mynd hinn dásamlega Balm to Oil hreinsi og Wunder Mud maskann.

balmoil2

Þetta er sem sagt svona smyrsli sem er mjög þétt í sér og bráðnar um leið og það kemst í snertingu við húðina og verður svona létt og olíukennt. Það leysir upp öll óhreinindi á augabragði og hreinsar húðina svakalega vel. Ég prófaði þetta í fyrsta sinn á snappinu mínu um daginn og ég horfði bara á hvernig förðunarvörurnar sem ég var með á húðinni bráðnuðu bara af! Maskarinn leystist hratt upp og ég var meirað segja með svona smitheldan maskara sem harðnar vel á augnhárunum og haggast varla nema með góðum olíuhreinsi. En ég leit sirka svona út þegar ég var búin að nudda hreinsinum vel yfir alla húðina…

Screen Shot 2016-02-03 at 6.44.33 PM

Svo hreinsa ég húðina með blautum þvottapoka og tek svo aðra hreinsun, í þessa viku sem ég hef notað hreinsinn hef ég bara notað hann aftur. Hreinsað húðina s.s. tvisvar í röð með þessum sama hreinsi. Húðin verður silkimjúk áferðar og bara alveg svakalega mjúk. Bara í alvöru hún verður alveg silkimjúk!

Það er olían sem hefur svo svakalega góð áhrif á húðina, að mínu mati er þetta einn af þessum fullkomnu húðhreinsum fyrir þurra húð. Mér finnst hann meirað segja betri en venjulegir olíuhreinsar þar sem hann er svo mjúkur og þessi smyrsl áferð gerir hann svo mjúkan og nærandi fyrir húðina að það er alveg magnað að sjá. Ég er ekki viss um að þær sem eru með feita húð myndu fíla þennan hreinsi en ef þú ert með normal þurra húð þá er hann sannarlega eitthvað til að skoða.

Svo er hann sérstaklega góður til að nota um augun, þegar maður er með maskara sem er kannski smá harður eins og smitheldir maskarar og vatnsheldir og líka bara þegar maður er með mikla augnförðun með primer undir og að nota öll trikkin til að augnförðunin endist vel þá er stundum erfitt að ná öllu af. Með augun má ekki nudda þau of mikið þar sem húðin er svo viðkvæm. En með þessum hreinsi hefur það sannarlega ekki verið erfitt.

balmoil

Balm to Oil frá Biotherm er ein skemmtilegasta húðhreinsivara sem ég hef ég hef prófað í lengri tíma og ég gef henni mín bestu meðmæli! Ef ykkur vantar hreinsi inní ykkar rútínu – kíkið á þennan. Biotherm vörurnar fáið þið t.d. í Hagkaup, Lyfju og Lyf og Heilsu :)

Erna Hrund