fbpx

essie í Pantone litum ársins

EssieneglurTrend

Naglalökkin sem ég skrifa hér um hef ég fengið að gjöf og keypt sjálf, færslan er skrifuð af einlægni og hreinskilni og bara til að gefa skemmtilegar hugmyndir um naglalökk***

Ég eins og margir aðrir er mjög spennt yfir vali á Pantone litum ársins sem eru báðir litir sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég persónulega hlakka til að bæta við flíkum í þessum fallegu litum við úrvalið í mínum fataskáp en þegar ég gái vel að má nú þegar finna þá í snyrtiskúffunum – nánar tiltekið í essie skúffunni!

Vissuð þið að litirnir Fiji og Bikini so Teeny eru eiginlega bara alveg eins og Pantone litir ársins…

MTM1OTc1MDM1ODgwOTAzOTU0

Litirnir fallegu slógu svo sannarlega í gegn þegar merkið kom fyrst í sölu hér en það er komið ár síðan núna í apríl.

essiepantone4

Fijiathugið að birtan er svo köld í morgunsárið að liturinn virðist hvítari en hann er á myndunum :)

Fiji er virkilega fallegur ljósbleikur litur sem er mjög þéttur í sér. Hann byggist vel upp og litaáferðin er jöfn og ólíkt mörgum svona ljósum pastellitum þá er meira en nóg að setja tvær umferðir af lakkinu til að fá fallega áferð.

essiepantone3

Bikini so Teeny

Þessi litur er auðvitað bara einn sá fallegasti, hér erum við að ræða um einn mest selda lit af naglalakki í heiminum og hann mun svo sannarlega fá sitt comeback í ár vegna Pantone litar ársins eða það held ég alla vega. Þessi litur er í miklu uppáhaldi hjá mér og öðrum og mér finnst nú bara kominn tími á að taka hann fram aftur og sit því með hann á nöglunum og skrifa þessa færslu. Stundum er bara nóg að grípa fram fallegt naglalakk í björtum lit til að fá smá vorglætu í lífið!

Er ekki um að gera að grípa fram fallegu vorlitina og setja þá á neglurnar ég er alla vega mjög ánægð og mér finnst komin smá sólarglæta bæði í dressið og lífið!

Hvernig líst ykkur á essie Pantone liti ársins – like fyrir like ;) :p

Erna Hrund

Fullkominn grunnur með Dior

Skrifa Innlegg