fbpx

Fullkominn grunnur með Dior

DiorFallegtHúðMakeup ArtistMakeup Tips

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég að gjöf. Færslan sjálf er skrifuð af einlægni og hreinskilni og gerð með það í huga að kynna fyrir ykkur glæsilegar nýjar vörur frá Dior.

Í dag er síðasti dagurinn á Tax Free í Hagkaup og því ekki seinna en vænna að kynna fyrir ykkur nýju grunnförðunarvöru línunni frá Dior sem er svo glæsileg! Vörurnar fönguðu fyrst athygli mína í myndaþætti í Glamour en húðin var bara svo pörfekt að ég fann að ég varð að fá að prófa þessar vörur. Ég hef áður kynnt þær aðeins á snappinu hjá mér en ég verð nú að skrifa og sýna myndir mér til stuðnings.

Hér sjáið þið vörur úr Forever lúkkinu frá Dior sem er nú komið í verslanir!

forever7

Dior vörurnar hafa útlitið að sjálfsögðu með sér en líka virknina. Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af Dior vörunum og sérstaklega eftir að Peter Philips tók við sem listrænn stjórnandi. Forever farðinn hefur áður verið til hjá Dior en nú er hann orðinn ennþá léttari, hann gefur enn fallegri áferð og lagar sig vel að húðinni. Hér er farði sem gefur svakalega góða þekju og semí matta áferð. Farðinn blandast fallega saman við húðina og er sagður gefa 16 tíma endingu – hann gefur 16 tíma endingu ég get svo svarið það!

forever3

Á myndinni hér fyrir ofan er ég með primerinn og farðann, eingöngu farðann. Hann gefur virkilega góða þekju og fallega náttúrulega áferð. Ef maður buffar hann vel saman við húðina þá verður hún nánast lýtalaus og meira bara svona eins og second skin. Ef þið viljið þannig áferð notið þá þéttan farðabursta með stuttum hárum og vinnið farðann í hringlaga hreyfingar.

Ef þið viljið hins vegar aðeins meiri ljóma í húðina þá er um að gera að nota blautan svamp – það er yfirleitt mín go to leið við að bera á mig farða. Sérstaklega þegar maður er með mjög þekjandi farða eins og þennan þá verður auðveldara að dreifa jafnt úr honum.

Vörurnar í Forever lúkkinu frá Dior…

Diorskin Forever & Ever Wear – primerinn er uppáhalds varan mín úr þessu lúkki og hann er sannarlega að standa sig í þessu hlutverki. Hann er eiginlega bara eins og krem og hann fullkomnar áferð húðarinnar sem verður alveg slétt og það er mjög þægilegt að bera farða yfir húðina. Persónulega finnst mér þessi primer gera farðann ennþá betri og fallegri. Passið bara að leyfa primernum að jafna sig á húðinni í sirka 30 sekúndur áður en þið berið farðann yfir.

Diorskin Forever Fluid Foundation – farðinn sjálfur, aldrei þessu vant komu margir litir af farðanum hvort þeir eru 8 eða 10 ég man það ekki alveg. En ég nota sjálf lit nr 10 sem er sá ljósasti. Farðinn blandast svo fallega saman við húðina og sérstaklega með primerinn undir. Farðinn verður semí mattur og náttúrulegur.

Diorskin Forever & Ever Control – þetta er laust púður sem þið sjáið hér aðeins neðar. Það mattar farðann enn frekar og gefur mjög náttúrulega áferð. Það er mjög létt af lausu púðri að vera og tryggir það að húðin endist ennþá betur. Púðrið er falið undir þunnu neti sem heldur því á sínum stað en með litla kabuki burstanum fáið þið það magna af púðri sem þið þurfið í verkið. Púðrið er líka hægt að nota í baking en ég lýs því ferli hér fyrir neðan líka.

Diorblush Sculpt – það komu fjögur mismunandi púður, tvö þeirra eru shape púður með ljósum lit og kinnalit en hin tvö henta betur sem skyggingapúður. Ég er með lit nr. 004 sem heitir Brown Contour sem er með köldum brúnum lit sem hentar mínu litarhafti vel. Ef þið eruð með ljósara hár myndi ég frekar nota lit nr. 003 sem er meira hlýr. Dökka litinn nota ég til að skyggja og þann ljósa til að lýsa upp sem highlighter ofan á kinnbeinum og í kringum efri vör.

forever2

Hér er svo hinn fullkomni Forever grunnur, með primer, farða, Skinflash hyljaranum frá Dior, lausa púðrinu og mótunarpúðrinu þar sem ég nota dökka og ljósa litinn til að skyggja og lýsa upp svæði húðarinnar. Virkilega falleg og náttúruleg útkoma sem ég er mjög hrifin af. Svona endist líka húðin, í raun er myndin ekki tekin beint eftir að ég setti vörurnar á mig, nei ég málaði mig um morguninn og myndin er tekin um hálf 4!

forever8

Já þetta er púður og já þetta er hveiti en þegar maður skrifar um baking þá kemur ekkert tannað til greina! ;)

Hvað er baking?
Það er tækni sem er notuð til að auka þéttleika áferðar og þekju. Þið byrjið á því að setja það blauta, farðann og hyljarann. Setjið laust púður eins og það sem er hér fyrir ofan yfir þau svæði húðarinnar sem þið viljið t.d. lýsa upp. Yfirleitt er bakað ofan á kinnbeinum og fyrir ofan kjálka. Það er mjög gott að nota blautan svamp til að hlaða púðri yfir svæðin sem þið viljið baka og svo bara bíðið þið. Það er ekkert gott að bíða of lengi, þetta eru svona 2-3 mínútur. Strjúkið svo púðrinu vel af með þéttum bursta. Passið að strjúka allt púðrið af því ef eitthvað situr eftir er hætta á að það komi ekkert sérstaklega vel út á mynd. Baking hentar þó ekki öllum, síst þeim sem eru með mjög þurra húð. Ég þoli það t.d. ekki nógu vel en það skiptir auðvitað mestu máli að vera með góðan raka undir. Baking finnst mér þó vera eitthvað sem er óþarfi dags daglega ef þið þurfið betri þekju þá er þetta sniðug aðferð.

forever

Hér er svo smá nærmynd og mér finnst skyggingin alveg sérstaklega falleg. Ég var kannski mjög djörf að velja mér dekksta litinn en ég hafði mikla trú á því að hann myndi fara mér og minni húð sérstaklega vel og svo gæti ég notað hann mikið þegar ég væri að farða – þetta er bara spurning um magn.

Virkileg falleg förðunarvörulína sem er enn ein rós í hnappagat Peter Philips hjá Dior.

Erna Hrund

Þessar æpa á athygli!

Skrifa Innlegg