Í tilefni þess að sumarið er komið og mikið af ferðalögum framundan ákvað ég að taka saman mínar “travel essentials” – eða þær andlits-, húð- og hárvörur sem ég nota mest og tek alltaf með mér þegar ég ferðast og þá sérstaklega í sólarlöndum.
Ég fór til Hawaii um páskana og tók þar myndir af því sem ég tók með mér en ég ferðast mjög mikið, bæði í frí og vegna vinnu, en þessar vörur er ég með í snyrtitösku sem á “heima” í ferðatöskunni.
Við vorum á æðislegu hóteli á Hawaii þar sem þjónustan var framúrskarandi. Ég er algjör snyrtipinni og mjög skipulögð og var því virkilega ánægð með room service á hótelinu sem raðaði öllum snyrtivörunum mínum svona líka vel upp – alla daga!
xx
Andlit
Chanel Vitalumiére Loose Powder: Þetta lausa púður frá Chanel keypti ég mér í fyrsta skipti fyrir rúmlega ári og hef notað alla daga síðan. Ég nota venjulega ekki hyljara en skelli alltaf smá af púðrinu undir augun og á t-svæðið með burstanum sem fylgir með og ég sver það, þetta púður virkar einsog “real-life photoshop”. Áferðin er létt og falleg og þurrkar ekki upp húðina. Púðrið er með SPF 15 sólarvörn. (Ég nota púðrið venjulega í lit 020 undir augun en á lit 010 ef ég er mjög hvít og 040 ef ég set yfir allt andlitið)
Guerlain Terracotta Sun Serum: Ég er svo heppin að eiga frænku sem er förðunarmeistari og er dugleg að kynna mig fyrir spennandi vörum og gefa mér prufur. Ég fékk sun serum tan booster dropana að gjöf áður en ég fór út en þeir eru ætlaðir til þess að virkja og viðhalda melanin (brúnku) framleiðslu húðarinnar þegar maður er í sól auk þess að vera mjög rakagefandi. Ég byrjaði að nota dropana á Hawaii og blandaði saman við andlitskremið mitt en frænka mín mældi líka með að blanda þeim út í bodylotion þar sem það má einnig nota serumið á líkamann.
Guerlain Météorities Baby Glow & Sensai Bronzing Gel: Vinkona mín kynnti mig fyrir þessari blöndu nýlega og hef ég ekki notað annað á andlitið síðan. Baby Glow er mjög léttur fljótandi farði sem hentar mér mjög vel þar sem ég vil ekki mikla þekju og fýla betur að húðin sé létt og glóandi eða “no makeup-makeup” look. Ég blanda brozing gelinu svo út í en þá verður áferðin ennþá léttari. Þetta hentaði vel úti þar sem Baby Glow er með SPF 25 sólarvörn.
MAC Fix+: Það kannast held ég flestir við Fix+ andlitsspreyið en þessa týpu keypti ég nýlega. Ég held að þetta sé special edition en spreyið er með kókoslykt – fáránlega frískandi og passaði fullkomlega á Hawaii.
Laugar Spa FACE Day&Night Cream & Facial Gel Cleanser: Ég nota nánast eingöngu Laugar Spa húðvörurnar – bæði vegna þess að mér finnst þær dásamlegar, eru lífrænar, náttúrulegar, handunnar og cruelty free EN einnig vegna þess að elsku mamma mín hannaði og þróaði vörulínuna. Ég hef mikið fengið að vera með í því ferli og erum við alltaf að prófa nýja og spennandi hluti til að bæta við línuna. Þegar ég ferðast tek ég oft meira af vörunum með mér en í þessu ferðalagi lét ég þessar tvær duga. Andlitskremið nota ég kvölds og morgna alla daga og svo hreinsa ég húðina alltaf með gelhreinsinum á kvöldið, hvort sem ég er máluð eða ekki. Gelhreinsirinn inniheldur lemongrass sem er virkilega frískandi. Venjulega er ég líka með serumið frá Laugar Spa en ákvað að geyma það heima þar sem ég tók Sun Serumið með mér.
xx
Hár
Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil og Maria Nila á Íslandi.
Moroccan Oil Luminous Hairspray: Ég byrjaði að nota hárspreyið frá Moroccan Oil fyrir tveimur árum og hef ekki snert annað síðan. Það gerir hárið ekki of glansandi eða stíft og lyktin er dásamleg. Upphaflega notaði ég það bara fyrir greiðslur eða þegar ég var að fljúga en núna nota ég það nánast daglega, t.d. alltaf til að festa “babyhárin” þegar ég er með tagl eða snúð.
Moroccan Oil Dry Shampoo: Þurrsjampó er minn besti vinur þar sem ég æfi nánast alla daga og vil ekki þvo hárið of oft í viku. Ég hef sömu sögu að segja af Moroccan Oil þurrsjampóinu en eftir að ég prófaði það hef ég ekki notað annað. Sama dásamlega lyktin af því og öðrum vörum MO og svo er það ótrúlega létt og gerir hárið ekki stíft eða þykkt. Light tones útgáfan er með fjólubláum blæ sem lýsir rótina og losar hárið við gulan tón sem á það oft til að myndast í ljósu hári – þá sérstaklega í sól.
Moroccan Oil Dry Texture Spray: Þessi vara kom í fyrra og hún gefur hárinu stífleika og þykka áferð sem hentar vel fyrir snúða, flugfreyjugreiðsluna og bara til að gefa hárinu meiri fyllingu þegar þess er óskað. Lyktin er sú sama og áferðin er mjög þægileg og gerir hárið auðvelt meðferðar.
Moroccan Oil Treatment Light: Þetta er klassíska argan olían en hana set ég alltaf í hárið eftir sturtu og hef gert í mörg ár. Ég nota light útgáfuna.
Maria Nila True Soft Shampoo&Conditioner: Ég hef verið að nota Maria Nila sjampó og næringu í rúmlega hálft ár og þá aðallega Silver línuna sem er ætluð fyrir ljóst hár til að næra það og losa við gula tóna. Hárið mitt hefur held ég aldrei verið betra og henta þessar vörur mér mjög vel en þegar ég var að fara út mældu þau í Maria Nila með því að ég notaði True Soft á meðan ég væri úti þar sem hárið þyrfti extra mikinn raka í sólinni.
xx
Húð
Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil á Íslandi og Hawaiian Tropic á Íslandi
Hawaiian Tropic: Það er nauðsynlegt að verja húðina vel þegar ferðast er til sólarlanda en ég fékk ýmsar sólarvarnir frá Hawaiian Tropic áður en ég fór út. Mér finnst lyktin af Hawaiian Tropic vörunum alltaf jafn góð en ég notaði þessar tvær vörur mest. Satin Protection með SPF 30 á líkamann en áferðin á kreminu er mjög þægileg og auðvelt að dreifa úr því auk þess sem það er með smá “shimmer” sem gefur fallegan gljáa. Ég bar svo alltaf á mig Face Hydration yfir andlitskremið mitt og undir farða ef ég málaði mig.
Moroccan Oil Sun: Þegar þau hjá Moroccan Oil vissu að ég væri að fara út voru þau svo yndisleg að gefa mér þessar prufur úr Sun línunni. Vörurnar eru ekki enn komnar í sölu en ég vona svo sannarlega að þær geri það fljótlega! Sólarolían er létt og þægileg, klístrast ekki og er með smá “shimmer” í. Ég notaði hana meira yfir daginn eftir að hafa sett sterkari vörn á mig til að viðhalda vörn og raka. After-Sun mjólkina bar ég svo á mig alla daga eftir sturtuna en hún er í spreyformi og því ótrúlega auðvelt að skella henni á allan líkamann og dreifa úr. Lyktin af báðum vörunum er sjúúúklega góð!
xx
Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif
Skrifa Innlegg