Þessi yndislega helgi fór vel af stað (ég tel föstudaga með), útskriftarveisla í gærkvöldi hjá Rakel vinkonu sem ég stakk svo af úr til að passa litla frænda í nótt aka. öskurapann, bóndadagur -sem verður reyndar haldinn hátíðlegur í dag og í kvöld, það þarf nefnilega að leggja línurnar fyrir komandi konudag(!) Ég ætla að bjóða Andrési í Baðstofuna á eftir en okkur finnst fátt betra en að hanga þar í sloppnum og slaka á, -ég hefði reyndar gott af smá sprikli áður eftir gærdaginn:)
Vonandi verður helgin ykkar ljúf, hér eru nokkrar myndir sem voru að fylla desktopið mitt…
Morgunmatur meistaranna… ég gæti lifað á jarðaberjum alla daga, allan ársins hring
DIY glimmerklukka.. sama aðferð og ég bloggaði um daginn, sjá hér
Ef að ég ætti e-ð úr Chanel þá myndi ég líka aldrei henda pokanum, það yrði líka svona “once in a lifetime” ;)
Hvítt hvítt hvítt.. þvílík ró yfir einni mynd þrátt fyrir fullt af hlutum.
Hvíttað gólf er efst á óskalistanum mínum… falleg andstæða við flotaða gólfið sem sést í eldhúsinu.
Doppóttur veggur!
Ég er í leit af hinum fullkomnu gleraugum… þessi eru fín
Hælaskór í stiga er alltaf góð hugmynd.
Þessi eru líka fín..
Eigið góða helgi, ég er farin að gera þetta… (hér að ofan;) ahhh
-Svana
Skrifa Innlegg