Ég hef alltaf jafn gaman af því að skoða íslensk heimili og þá sérstaklega á fasteignarsölunum. Alltaf detta inn gullmolar þangað eins og þetta heimili hér að neðan sem er hálfgert hönnunarsafn. Þarna get ég talið upp marga hluti sem eru á óskalistanum mínum en þar tróna hæst Svanurinn, Eggið, Arco lampinn, Grand Prix stóllinn og Libri hillan frá Swedese…það má jú leyfa sér að dreyma:)
Corona stóllinn eftir Poul Volther er glæsileg hönnun, Grand Prix stólar eru við borðstofuborðið og Montana hillur í stofunni.
Svanurinn í hvítu leðri, Flowerpot ljós eftir Verner Panton og verkið á veggnum er eftir Hjalta Parelius.
Ég er einstaklega hrifin af þessu Ferm Living veggfóðri, í eldhúsinu má einnig sjá Louis Poulsen ljós og nokkra Maura.
Þarna er minn eini sanni Svanur og Arco lampinn í allri sinni dýrð.
Fyrir áhugasama þá eru fleiri myndir að finna hér.
Það væri ekki amalegt að komast á bílskúrssölu hjá þessari fjölskyldu:)
Skrifa Innlegg