fbpx

GLERBOX & SUMARFRÍ

Fyrir heimilið

Ég er einstaklega hrifin af svona glerboxum eins og hafa notið mikilla vinsælda undanfarið, en hægt er að nota þau undir t.d. uppáhalds smáhlutina sína. Ég fann eitt svona glerbox á markaði nýlega og ég hef verið með valkvíða hvað ég eigi að hafa í honum… ég á greinilega of marga uppáhaldshluti? Efri myndin þykir mér vera einstaklega falleg, einföld uppröðun á fallegum fjöðrum:)

Ps. frá og með morgundeginum ætla ég í nokkra daga internetlaust sumarfrí (samt bara framyfir helgi), ég á það svo sannarlega skilið því ég man ekki hvenær ég hef fengið sumarfrí síðast, eflaust í grunnskóla? Stundum þarf bara að fá að hvíla hugann og hlaða batteríin burt frá öllu aukaáreiti svosem tölvu:) Þá kem ég líka fersk tilbaka, því það hef ég svo sannarlega ekki verið nýlega, og svara þá líka uppsöfnuðum haug af emailum sem mér hafa borist:)

Þangað til næst, eigið góða helgi xx

DIY: LJÓS

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. SigrúnVíkings

    26. June 2013

    Já þú átt svo sannarlega mikið af fallegum hlutum:) Skil vel að þú fáir valhvíða.
    Eigðu yndislega frídaga!

  2. Rakel

    26. June 2013

    Njóttu frísins duglega :)

  3. emilia

    26. June 2013

    hvar fekkstu kassan ?

    • Svart á Hvítu

      26. June 2013

      Á markaði í Kópavoginum nýlega… En svona fæst t.d. í My consept store:)

  4. Kristbjörg Tinna

    27. June 2013

    Neðri myndin er draumur :)