fbpx

ÁSTRALSKT HEIMILI

Heimili

Það er aldeilis kominn tími á eitt gott innlit hingað inn. Þetta gullfallega heimili er að finna í Melbourne, Ástralíu og birtist það nýlega á The Design Files. Simone og Rhys Haag keyptu húsið árið 2011 og tóku það í gegn á 3 mánuðum. Þau lögðu upp með það lýsa öll rýmin upp og hafa afslappaðann skandinavískann stíl, allir veggir voru því hvítmálaðir og ný gólfefni lögð. Í svefnherbergjum var ljóst teppi lagt á gólfin og panell settur á veggi til að passa við upprunarlega veggi í stofunni.

Þetta málverk gerir ótrúlega mikið fyrir íbúðina, það er eftir Christine White, svo eru fínu bakkaborðin frá HAY líka æðisleg.

Ikea skenkur og ótrúlega fallegur veggskúlptúr eftir C.Jere

String hillurnar eru alltaf jafn flottar

Húsbóndastóllinn á heimilinu er enginn annar en Wing chair frá Carl Hansen, hengirúmið fyrir utan gluggann setur svo punktinn yfir i-ið. Hversu æðislegt væri að hafa slíkt inní stofu?

Simone stillir sér upp.. ég er ekki frá því að hún tóni nokkuð vel við innbúið sitt haha

Nokkuð einstakt baðherbergið, spegillinn er eftir Stanley Ruiz

Svefnherbergið er gullfallegt, leðurkollurinn og leðurhöldur á skápunum

Minimalískur skenkur með vel völdum hlutum á..plantan er alveg ómissandi

Falleg smáatriði í eldhúsinu

Borðið heitir Table 12 og er frá HAY og ljósið heitir Disc pendant og er eftir Toss B

Hillan er frá Nornann Copenhagen og klukkan er eftir Sebastian Wrong frá Established & sons

Smeg ískápur og For like ever plakat.

 Litapallettan á heimilinu er mjög þægileg, ljósblá, hvít og beige sem gefur þetta afslappaða yfirbragð. Grænu plönturnar koma þó mjög sterkar inn ásamt nokkrum vel völdum litsterkum hlutum.
Mikið er ég að elska þetta heimili!

BOSTON

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Dagný Bjorg

    1. April 2013

    Æðislegt heimili, var með það í scheduled hjá mér! :)

  2. Harpa

    1. April 2013

    Gullfallegt heimili :)

  3. Þórunn Þórarins

    2. April 2013

    Ó en fallegt heimili!