LITAGLEÐI

Heimili

Það er eitthvað við þessar tvær myndir sem heillar mig einstaklega mikið. Það eru þessir sterku litir sem njóta sín svo vel á hlutlausum bakgrunninum. Ég er einstaklega hrifin af hvítum gólfum, þau leyfa hlutunum og litunum að njóta sín svo mikið mikið betur.

P.s. Ég er þessa stundina að pakka niður fyrir vinnuferð til Frankfurt í fyrramálið, hönnunarsýningin Ambiente skal vera heimsótt í þetta sinn. Ég var þó að kynna mér netið á hótelinu mínu, -20 evrur á dag gera mig ekki mjög bjartsýna um að ég muni koma til með að blogga þarna úti…

Ef það er einhver þarna úti sem þekkir þessa borg (sem ég geri svo sannarlega ekki) þá má sá hinn sami lauma til mín tipsum hér í kommenti;)

HÖNNUNARSÝNINGIN AMBIENTE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Daníel

    14. February 2013

    góða skemmtun á sýningunni :)