Eitt fallegasta jólaskrautið sem ég á eru án efa pappírsjólastjörnurnar frá Watt & Veke úr Dimm. Ég býð alltaf spennt eftir því að hengja þær upp í stofugluggann og fá þær að vera uppi lengst af öllu jólapunti sem ég á. Ég gæti hugsað mér að eiga enn fleiri stjörnur til að hengja jafnvel í barnaherbergin, en þær sem ég á núna er Snöblomma og Oslo (eða Eldig) ef ég man rétt. Núna stendur yfir forsala hjá Dimm svo ef þú vilt tryggja þér eintak þá mæli ég svo sannarlega með því að smella hér en stjörnurnar hafa alltaf orðið uppseldar og það ekki að ástæðulausu!
Núna hinsvegar er ótrúlega spennandi nýjungar væntanlegar en það eru röndóttar jólastjörnur, svart/hvítar, í brúnum litum og jólakransar! VÁ VÁ VÁ það sem ég er spennt fyrir þessum gullfallegu stjörnum og krönsum. Ég þarf helst að loka augum áður en ég bendi á skjáinn og vel því það er erfitt að ákveða hvað er fallegast að þessu sinni. Ég hallast þó mjög að röndóttu Leah! Hún er alltof flott ♡
úllen dúllen doff. Það sem þessar jólastjörnur heilla mig ár eftir ár.
Þú getur einnig fylgst með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg