fbpx

Fyrir heimilið

Í stofunni minni er ég með bleikt neon-ljós sem ég keypti fyrir nokkru síðan í ódýri búð í bænum, það vekur oft mikla athygli (sérstaklega í partýum) en það hefur þó ekki verið til lengi í versluninni.

En ég rakst svo á það í bæjarferð í gær, en ljósið sem ég keypti í Tiger er s.s til núna í nokkrum litum:) þó ekki þessum hvíta hér að ofan sem væri aðeins of fallegt. En þetta er s.s svona stöng eins og neðri myndin sýnir. Svo ef að þú ert jafn súr og ég að vilja hafa neon-ljós í stofunni þá veistu af þessu;) Mitt stendur bara útí horni og hallar uppvið vegginn, voða pretty.

MAR

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Daníel

    6. December 2012

    er tiger en að selja þessi ljós?

    • Svart á Hvítu

      6. December 2012

      Já mikið rétt.. samt í stykkjatali, ekki svona mörg saman:) Kostar að mig minni 4þús!

  2. Daníel

    6. December 2012

    hvítu eru bara geðveik :)

  3. Ásrún

    6. December 2012

    Má ég forvitnast, í hvaða búð þú keyptir ljósið þitt, hef aldrei þorað að kaupa svona ljós erlendis, svo hrædd um að það brotni… :)

    • Svart á Hvítu

      7. December 2012

      Ég keypti stöngina hér heima í Tiger:) Hún er samt úr plasti en lítur alveg eins út og þessar dýrari…
      Ef þú ert að meina efra lampann eins og ég átti einu sinni en braut (skrifaði um það hér á síðunni) þá var hann frá útstillingu frá skóbúð hér heima og ég fékk að eiga:)
      -Þessir ekta eru náttla mjög brothættir, ef ég væri erlendis að kaupa svona myndi ég pakka þessu vel inn í mjög mikið bubbluplast:)