fbpx

JÓLAMARKAÐUR BJARNA SIGURÐSSONAR Í DAG SUNNUDAG

Íslensk hönnunList

Á þessum fallega öðrum sunnudegi í aðventu mæli ég með að kíkja við á jólamarkað Bjarna Sigurðssonar keramíkers á vinnustofu hans sem staðsett er á Hrauntungu 20 í Hafnarfirði. Ég kíkti við í gær með mömmu og við gerðum góð kaup á ótrúlega fallegu keramíki, en meðal þess sem hægt er að versla á jólatilboði eru vinsælu bollarnir hans, glös, kertastjakar, blómavasar, diskar, skálar og svo margt fleira – og litadýrðin VÁ! Ég hef lengi hrifist af keramíki Bjarna, en við eigum nokkra bolla í sumarbústaðnum og þegar ég fletti mínum uppáhalds dönsku hönnunarblöðum þá rekst ég stundum á hans litríku hönnun – og minni mig á að svona ætli ég einn daginn að eignast, sem loksins rættist.

Ef hann Bjarni er ekki einn ljúfasti og hæfileikaríkasti maður sem ég hef hitt. Hér stendur hann vaktina á jólamarkaðnum ásamt nokkrum hressum vinkonum, en ég veit að það er hægt að hafa samband utan opnunartíma til að versla….

Hér má sjá nokkra fallega bleiktóna muni sem fylgdu með mér heim ♡

Þú finnur einnig verk eftir Bjarna í Gallerí Stíg á Skólavörðustíg, Illum Bolighus í Kaupmannahöfn, ABC carpet and home í New York og víðar!

OFUR SMART HEIMILI TÍSKUSKVÍSU MEÐ GEGGJAÐ FATAHERBERGI

Skrifa Innlegg