fbpx

DIY: POLOROID BLÓMARAMMI FYRIR VEISLUR

DIY

Um helgina var ein af mínum bestu vinkonum gæsuð og áttum við saman stórkostlega skemmtilegan dag. Við undirbúninginn var ég fengin til þess að aðstoða við smá föndurverkefni og vorum við þrjár vinkonurnar sem settum saman þennan fallega blómaskreytta poloroid ramma til að nota í myndatökur um kvöldið. Ramminn heppnaðist svo vel og fékk ótalmörg hrós svo ég ákvað að sýna ykkur þetta einfalda DIY verkefni fyrir ykkur sem eruð með veislu á næstunni og gætuð nýtt ykkur þessa hugmynd. Svona ramma má að sjálfsögðu útfæra fyrir ólíkar veislur og hægt að merkja á marga vegu. Við ákváðum að merkja hann “All you need is love” og fyrir neðan með instagram hashtag sem ákveðið var fyrir gæsunina sem er vísun í eftirnafn sem vinkonan góða kemur til með að bera innan skamms.

Það sem þarf í þennan ramma er:

  • Stórt pappaspjald, helst hvítt á litinn. (Ef ekki þá þarf einnig hvíta málningu). Okkar var keypt í Föndurlist á Strandgötunni í Hafnarfirði en var þó brúnt á litinn.
  • Hníf og reglustiku til að skera út gatið.
  • Prenta út myndir af blómum og klippa út með skærum, mæli með Google og velja mikil gæði á myndirnar til að fá þær skýrar. Ég notaði leitarorð á við “white rose, pink rose, tropical flower, peonies og eucalyptus”.
  • Límband – ég mæli með að nota double tape til að festa blómin á.
  • Tússpenna til að skrifa á spjaldið.

Ég gat dundað mér við þetta í sólbaði í bústaðnum og klippti þar allt út, ég lét þó prenta textann út svo ég hefði til hliðsjónar svo skriftin yrði 100% falleg. Mæli með því að skrifa að minnsta kosti fyrst með blýanti áður en byrjað er að tússa á spjaldið.

Falleg og einföld hugmynd sem gefur smá líf í myndatökurnar:)

Ein að lokum af mér og gæsinni í stuði 

UPPÁHALDS: ELISABETH HEIER

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Agla

    31. July 2017

    Ótrúlega fallegur rammi og FULLKOMINN dagur!!
    Elska þessa mynd af okkur <3

  2. Jónína

    1. August 2017

    Ég var viss um að þú værir að fara segja að þú hefðir látið prenta textann á.. en neinei hehe :) Ótrúlega fallegur rammi! :)