Það er aldeilis kominn tími á eitt DIY verkefni hingað inn og í þetta sinn er það svo auðvelt að hver sem er getur búið þessa hillu til. Við höfum séð þessa hugmynd margoft áður en þó alltaf fínt að fá áminningu að suma hluti er skemmtilegt að búa til sjálfur sérstaklega þegar það er ekki of tímafrekt. Svona hillur á leðurböndum eru fínar undir smá punt og geta komið vel út við rúmgaflinn, í barnaherberginu, á baðherberginu eða jafnvel í stofunni. Þó myndi ég ekki mæla með að setja marga þunga hluti en þetta er alltaf bara spurning um smá common sense.
Myndir via Livet Hemma & Pinterest
Það þarf ekki mikið til í verkið en leðurbönd eða leðurbútur sem þú klippir eru númer eitt á listanum og fæst t.d. í Hvítlist eða jafnvel í föndurbúðum. Einnig þarf að hafa til taks gatatöng til að gera gat í leðrið ásamt skrúfum. Síðast en ekki síst þarf hillu sem fæst t.d. ódýr hér, eða afgangsviðarplötu sem þú átt til heima. Og voila þá er hillan reddý!
Það er kominn tími til að endurvekja DIY dálkinn hér á blogginu en það er þema sem ég var mjög dugleg að vinna með hér í denn. Það var að sjálfsögðu DIY æði sem gekk hér yfir en það er alveg eitthvað sem mætti blása aftur lífi í enda ótrúleg hugarró sem fylgir því að dunda sér á kvöldin í smá föndri fyrir heimilið.
Skrifa Innlegg