Þessi tími ársins er í algjöru uppáhaldi hjá mér, ágúst markar endalok sumars og rútínan tekur við af aðeins frjálslegri sumardögum. Stuttbuxurnar fara aftur ofan í skúffu og verslanir fyllast af fallegum haustklæðnaði. En það er eitt sem ég bíð alltaf extra spennt eftir í ágúst á hverju ári dálítið eins og að bíða eftir jólunum en það er Ikea bæklingurinn sem hefur komið út síðustu 66 ár og lítur út fyrir að hafa aldrei verið jafn flottur og í ár. Eitt las ég frá þeim sem er mjög áhugavert er að það er örlítil breyting á bæklingnum í ár en það verða nokkur innlit á raunveruleg heimili þar sem Ikea vörur fá að njóta sín eins og í hverju öðru innanhússtímariti. Ég get að minnsta kosti ekki beðið eftir að bæklingurinn detti inn um mína lúgu!
// Myndir: Ikea
Biðin styttist…. er ég nokkuð ein um það að vera spennt fyrir Ikea 2017 bæklingnum? Núna þarf ég bara að næla mér í límmiða í versluninni til að smella á lúguna að ég vilji bæklinginn. Ég afþakka nefnilega annars allan fjölpóst!
Skrifa Innlegg