fbpx

P A K K A R

Fyrir heimiliðHitt og þetta

Að pakka niður er ekki góð skemmtun.

Ég var búin að sjá fyrir mér skemmtilegt ‘pakka niður kvöld’ með stelpunum svona í anda sex in the city haha, en neinei  hér sit ég að borða sun lolly og þykjist pakka niður á meðan að ég skoða myndir og læt mig dreyma um hversu fínt ég ætla að gera á nýja staðnum.

fína fína ljós.

Mikið er þetta hrikalega pretty hálskragi..

Svo bíður mín bunki af blöðum sem komu út í dag, allt nema fína fína H&H sem við settum í prent í dag!

Ég er frekar spennt að lesa viðtalið við Ebbu, þá gordjöss píju.

JÓN Í LIT

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Agla

    26. September 2012

    Hey! Ég sagðist sko alveg vera til í Sex and the City kvöld að pakka ;) Tökum svoleiðis kvöld á laugardaginn!

    Like á hálsmenið/kragann… nokkuð viss um að hann sé úr Topshop, allavega mjööög svipaður einum sem ég bloggaði um um daginn :)

    • Svart á Hvítu

      26. September 2012

      Of seint.. þá ætla ég að vera sötrandi hvítt á nýja staðnum sitjandi á kössum:) Flytjum á laugardagsmorgun… o boy.. best að koma sér í gírinn..

  2. Tinna

    26. September 2012

    Veistu hvaðan teppið er sem hangir yfir stólbakið á neðstu myndinni? Hef líka séð rúmteppi með sama mynstri og er að bilast á að vita ekki hvaðan þetta er. Þetta er svo fínt!!

  3. Valdís

    27. September 2012

    Hæ, ég er alveg ógeðslega forvitin að vita hvar þú fannst íbúð í miðbæ HFJ. Er sjálf að leita. Ef það er ekki alltof persónulegt væri ég alveg til í að forvitnast í hvaða götu þú fannst íbúð ;)
    Er sjálf að leita Strandgötu/Austurgötu/Hverfisgötu og Gamla Álfaskeiðinu.

    kv.Valdís

    • Svart á Hvítu

      27. September 2012

      Hæhæ:) íbúðin er á Merkurgötu… þarna fyrir neðan hellisgerði:) Ég var búin að hanga smá á bland og skoða þar, ég auglýsti líka í fjarðarpóstinum en fannst það ekkert vera að virka, var reyndar boðið að skoða ógeðslega íbúð á selvogsgötunni.. Svo rakst ég fyrir tilviljun á þessa í smáauglýsingum fréttablaðsins og hringdi strax í númerið og var sem betur fer fyrst að skoða.. Auglýsingin sagði samt ekki meira en “íbúð í hfj, miðsvæðis”.. og svo númer hehe
      Það er ekki mikið í boði þarna og margir sem sitja um hverja íbúð! Gætir prufað fjarðarpóstinn?
      Gangi þér vel, svona er alltaf smá hausverkur.
      -Svana

      • Valdís

        1. October 2012

        Æji wow takk. En snillt að fá íbúð þar, alveg brill staðsetning. Ekki leiðinlegt að vera nálægt hellisgerði oooooog Hansen ;)

  4. Tinna

    27. September 2012

    Snilld! Takk fyrir þetta :D

  5. Louísa

    27. September 2012

    Blaðarekkinn er ógurlega fínn, veistu hvar maður fær svoleiðis?

    • Svart á Hvítu

      27. September 2012

      Ég hef aldrei séð svona blaðarekka áður veit því miður ekki hvaðan hann er! En hann er ógurlega fínn:)