JÓN Í LIT eru litlar og litríkar lágmyndir sem eru handgerðar úr gipsi og sprautaðar í 20 mismunandi litum. Vöruhönnuðurinn Almar Alfreðsson fann árið 2009 gamlann koparplatta með lágmynd af Jóni Sigurðssyni (1811-1879), oft nefndur Jón forseti, sem gefinn var út sem minjagripur árið 1944. Árið 2011 voru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns og því ákvað hann að gera afsteypur af þessari lágmynd í gips og sprauta þær í 20 mismunandi litum. Þetta eru litlar og litríkar lágmyndir sem tekið er eftir, hvort sem þær eru stakar eða nokkrar saman.
Ég er soddan stelpa.. og er hrifnust af þessari litasamsetningu hér að ofan, en mér finnst þetta vera mjög flottar lágmyndir.
Hér má sjá allann regnbogann sem í boði er, og hægt er að skoða facebook síðu Jón í lit, hér
Skrifa Innlegg