fbpx

AÐ FINNA ÍBÚÐ…

Heimili

…Er ekki góð skemmtun. Ekki það að ég sé að missa sætu íbúðina mína, staðsetningin er bara að henta okkur svo hrikalega illa hérna í miðbænum. En gallinn er sá að leigumarkaðurinn í dag er algjört helvíti. Það er ekkert úrval,  og verðið er svo ósanngjarnt að mig langar helst að flytja bara heim til mömmu og pabba.

 En allra stærsti gallinn er sá, að mig langar í fallega íbúð. Íbúð með karakter, helst gamla (ég þoli ekki nýbyggingar) helst með panel á veggjum, bita í loftum, lista og rósettur og so on..

Aint gonna happen.

Ég held barasta að sé farin til Sverige.

 Þetta er s.s auglýsingin mín um hina fullkomnu íbúð, og hún á helst að vera í Hafnarfirði (já þið lásuð rétt) 
Endilega sendu mér línu ef þú lumar á e-u yndislegu á svartahvitu@trendnet.is

SCINTILLA

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Guðrún María

    11. September 2012

    Like á Hafnarfjörðinn ;)

  2. Rósa Dögg

    11. September 2012

    Það eru flott gömul hús við Hringbrautina í Hafnarfirðinum ef þú finnur einhverja íbúð þar. Gangi þér vel í leitinni.

  3. Anna

    11. September 2012

    Ef þú ert að fara úr þriggja herbergja íbúð í miðbænum þá er ég desperate að finna íbúð á því svæði! desperate!
    Gangi þér vel að finna íbúð-þetta er leiðinlegt i know.

  4. Svart á Hvítu

    11. September 2012

    Æj nei þetta er bara 2ja herbergja, en ég er líka ekkert að fara alveg strax:) Ætla að finna þá einu réttu:)
    -Svana

  5. Edit Ómars

    13. September 2012

    Best að búa utanbæjar, á Akranesi t.d…ódýr leiga og aðeins 40 mín að keyra í miðbæ Reykjavíkur ;)