fbpx

JÓLAFÖNDRIÐ: KÖNGLAR

DIYJól

Ég alveg er dottin í föndurgírinn og næst á dagskrá er að týna köngla og draga upp límbyssuna. Ég er alveg á því að föndur er sko alls ekki neitt hallærislegt og það er vel hægt að búa til mjög fallega hluti í höndunum (eins og þið vissuð vonandi!)

Það helsta sem þarf að huga að fyrir könglaföndur er að sjálfsögðu að skola könglana og þurrka svo vel til að fá ekki pöddur skríðandi úr jólaskrautinu, það er sko ekkert jóló við það.  Ég myndi mæla með að þurrka þá á dagblaði í 2 daga á hlýjum stað, helst þó útí bílskúr. Svo er bara að annaðhvort spreyja þá, mála, skella á glimmeri eða hafa þá au natural.

9806c441eefa354c67267e8bda7da0d8

db1fea917bfc

Ég ætla að skella í svona köngla á bandi til að hengja í gluggann og er svo að íhuga að gera útihurðarkrans í fyrsta skipti ásamt nokkrum stökum til að skreyta aðventukransinn með.

Talandi um aðventukrans/kertastjaka þá rissaði ég einn upp í kvöld sem verður smíðaður á morgun, vonandi lukkast hann vel og þá sýni ég afraksturinn. Hann lúkkar allavega nokkuð vel í höfðinu á mér:)

Fyrir áhugasama föndrara þá mæli ég með Pinterest fyrir allskyns könglaföndurshugmyndir, hægt að slá inn “Pine cone christmas crafts”

P.s. Vinningshafinn í Loftbelgjaleiknum var hún Unnur Kristjánsdóttir!

“Einkasonurinn yrði meira en lítið hrifinn af þessum fallega loftbelg (og mamman ekki síður) þar sem hann hefur verið að velta sér upp úr loftbelgjum síðustu vikurnar og framkvæmt hinar ýmsu tilraunir. Virkilega hæfileikaríkur listamaður hún Bergrún.” 

Kæra Unnur, sendu mér endilega póst á svartahvitu@trendnet.is

x svana

GJAFALEIKUR: LOFTBELGUR EFTIR BERGRÚNU ÍRISI

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Unnur Kristjánsdóttir

    27. November 2014

    VÁÁÁ! Takk æðislega fyrir mig :)

  2. Eva

    27. November 2014

    Það er líka sniðugt að setja könglana inn í ofn á lágan hita (t.d. 120°c) og “baka” úr þeim allar pöddurnar. Þeir opnast líka svolítið í hitanum.

    • Svart á Hvítu

      27. November 2014

      úff og hvert fara pöddurnar í ofninum haha, kannski í næsta smákökubaksturinn:)?

  3. Berglind

    27. November 2014

    Inn í ofn með könglana,
    pöddurnar skríða bara burt og koma sér einhversstaðar fyrir ef þú ert að dúllast með þá á dagblaði til að þurrka !

  4. Kristbjörg Tinna

    27. November 2014

    Getur líka sett þá í sjóðandi vatn og pöddurnar stein drepast :) Svo hent þeim í ofninn til að opna þá.

  5. Hildur Ragnarsdóttir

    28. November 2014

    já mamma bakaði okkar þegar við gerðum þetta eitthvað árið.

    held það sé vissara.. þá steindrepast þær ( sorry!)