fbpx

1 MÁNUÐUR

Persónulegt

Þetta litla kríli varð eins mánaðar gamalt í dag, vá hvað tíminn líður hratt! Svo eru ekki nema 6 dagar þar til hann fær nafnið sitt, mikið hlakka ég til að geta sagt ykkur hvað hann heitir:)

IMG_1302 2

Ég var beðin um daginn að taka saman færslu um t.d. hvað ég pakkaði niður í spítalatöskuna, ég var sjálf búin að googla þetta margoft enda mjög óviss hvað þyrfti að eiga og taka með, ég vona því að þetta komi einhverjum að góðum notum. Ég gerði að sjálfsögðu aldrei ráð fyrir að liggja inni í 4 daga, en þetta dugði okkur þó!

Mæðraskráin, myndavél, einn bleyjupakki no.1 og einn pakki af grisjum, föt á barnið: tveir náttgallar, tvær samfellur, sokkabuxur eða buxur+sokkar, heimferðarsett, hlý peysa, húfa, teppi í bílstólinn eða flísgalli (sérstaklega núna í frostinu). Þægileg föt til skiptanna á mömmuna og pabbann, náttföt, gjafahaldari, inniskór, betri föt fyrir heimferðina, snyrtivörur, tannbursti, varasalvi, nuddolía og jafnvel þægilegur bolur/toppur  fyrir fæðinguna sjálfa, ég gat ekki hugsað mér að vera alveg ber svo ég hafði fyrir því að finna góðan bol sem gæti líka gengið fyrir baðið sem ég vildi hafa sem möguleika (sem kom augljóslega ekki að.) Sími á silent + hleðslutæki, tölva með tónlist á + bíómyndum eða þáttum ásamt hleðslutæki. Ég horfði einmitt á tvær seríur af SATC sem stytti mér biðina:) Svo er mjög næs að hafa smá nesti og nóg af snarli, nammi og eitthvað að drekka.

Það allra mikilvægasta að mínu mati var þó myndavélin, við tókum myndir af bókstaflega öllu frá a-ö á þessum dögum, ég á því myndir af mér alveg hrikalega bjúgaðri á síðustu metrunum ásamt dásamlegum myndum eins og þessari hér að neðan sem ég held mikið uppá. Þarna er ég að sjá strákinn minn í fyrsta sinn og þvílíkt tilfinningaflóð, ég er mjög glöð að Andrés hafi verið með myndavélina inni á skurðstofu þó að hann hafi ekki mátt taka myndir nema eftir aðgerðina. Eins og sum ykkar hafa lesið hér áður, þá var hann tekinn með keisara, það voru því nokkur augnablik sem ég hefði alveg misst af hefði Andrés ekki tekið myndir af til að sýna mér seinna, en eftir að ég hafi fengið að hitta krílið í stutta stund þá fóru þeir fram á meðan ég var saumuð.

IMG_1061

IMG_1363

Aðeins verið að stilla sér upp fyrir myndatöku:)

Svo er nú ýmislegt sem ég vissi ekki áður en hef verið að komast að… Ég hefði t.d. vilja vita að það er langþægilegast að klæða svona lítil kríli í samfellur sem hneppast á hliðinni og ég hefði því ekki keypt neinar sem þarf að klæða í yfir höfuðið sem er frekar óþægilegt. Svo er snúningslak mesta snilld sem fundið hefur verið upp og bjargaði mér alveg og ég hef ekki ennþá náð að hætta að sofa með það:) BabyNest er líka algjör snilld, hann sefur á milli okkar í því allar nætur og svo færum við það yfir í vögguna á daginn, það heldur vel utan um barnið og veitir öryggistilfinningu. Snilldarvara sem ég vissi ekki að væri til en elska hreinlega í dag:) Ég fékk mitt hjá Petit.is en þau selja upprunarlegu BabyNestin. Svo hélt ég líka í fyrstu að maður “yrði” að kaupa sérstaka skiptitösku, það er nú meira ruglið. Í fyrsta lagi eru þessar töskur flestar mjög ósmart og svo eru þær líka oft nokkuð dýrar. Það er ekkert mál að nota bara rúmgóða tösku sem þú átt jafnvel fyrir, tjahh eða kannski bara splæsa frekar í flotta tösku sem hægt er að nota eftir þetta tímabil.

Ég gæti alveg haldið endalaust áfram en ætla að stoppa hér… er meiraðsegja búin að stytta þessa færslu tvisvar sinnum! Finnst ykkur mömmum eitthvað vanta á þennan lista? Eða snilldarhlutir sem þið getið ekki verið án í dag?:)

Þangað til næst, núna er ég farin að undirbúa skírnarveisluna!

x Svana

HUGMYND DAGSINS

Skrifa Innlegg

26 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    13. October 2014

    Algjör snilld :) Örugglega margar gleðjast yfir tipsunum.
    Til hamingju með flotta 1 mánaða drenginn sem ég hlakka til að heyra nafnið á. :*

  2. Jóhanna kristrún

    13. October 2014

    Les þetta Blogg mjög oft og langaði að óska til hamingju með litla manninn!

  3. Helga Eir

    13. October 2014

    Æ hvað hann er flottur :-) Flottur listi – ég á að eiga eftir 7 vikur. Á klárlega eftir að kíkja á þennan lista þegar ég fer að pakka :-)

  4. Thelma Rún

    13. October 2014

    Hann er nú meiri krúttarakarlinn! Mér finnst ég sjá mikið af pabba þínum í honum :)
    Til hamingju með hann! Hlakka til að heyra nafnið :)
    Kiss kiss til ykkar :*

  5. Ágústa Harrysdóttir

    13. October 2014

    Alveg sammála með babynestið! Veit ekki hvar við værum án þess hehe enn annars er þetta fínasti listi til að miða sig við, og samfellurnar sem eru opnalegar að framan eru must svona fyrstu vikurnar :)
    hlakka til að heyra nafnið :D

  6. Anna Margrét

    13. October 2014

    Vá til hamingju með þennan gullmola og takk æðislega fyrir þessa færslu :) loved it! Gangi ykkur vel með litla kút og njótið daganna

  7. Birna Helena

    13. October 2014

    Til hamingju með þennan gullfallega dreng! Ég er hjartanlega sammála með babynestið, ég var ekki með orignalið heldur heimasaumað og það virkaði líka mjög fínt.
    Það sem mér fannst algjör snilld, var ungbarnasæti á trip trap stólinn, það var svo ótrúlega þægilegt að setja barnið bara í þennan stól og þá gátum við foreldrarnir borðað saman kvöldmat eða ég drukkið kaffi í rólegheitunum. Dóttir minni fannst nefnilega ekkert skemmtilegt að vera í stól á gólfinu þegar við sátum við eldhúsborðið því þá sá hún ekki neitt.

    • Svart á Hvítu

      13. October 2014

      ahh já, það virkar mjög sniðugt! Þarf að byrja á því að komast yfir Trip Trap og eignast svo svona sæti:) Mér sjálfri finnst erfiðast að hafa hann bara á gólfinu, hann er nokkuð sáttur:)

  8. Gúa

    13. October 2014

    Kæra Svana Lovísa og Andrés.

    Innilegar hamingjuóskir til ykkar með fallega prinsinn :)
    Þetta er flottur listi sem þú hefur tekið saman Svana og gefur öðrum sem eiga eftir að fara í fæðingu góða hugmynd um hvað sé gott að hafa með sér í tösku ;) Gangi ykkur sem allra best.
    kær kveðja
    Gúa

  9. Lára

    13. October 2014

    Jimundur minn hvað hann er mikil dúlla !! Við vorum með okkar í ömmustól uppi á eldhúsborði, hann var mjög sáttur við það :) Ég tók gjafapúðann með mér á fæðingardeildina, fannst fínt að venjast því strax að nota hann.

  10. Snædís

    13. October 2014

    Þessi tips eru snilld. Væri ekkert leiðinlegt að fá svona lista með góðum ráðum. Er einmitt búin að vera spá mikið í því afhverju maður þarf að eiga sérstaka skiptitösku, en engin virðist hafa getað komið svar við því. Þess vegna er ég mjög glöð að lesa þetta hjá þér, held ég splæsi frekar í einhverja flotta tösku sem hægt er að nota áfram.

  11. Áslaug "frænka"

    13. October 2014

    Elsku rassálfurinn minn sæti..Áslaug vinkona að láta mann sitja svona, hahah!

    Kem í heimsókn í vikunni :*

    Hlakka miiikið til að heyra nafnið!

  12. Sunna Dís Másdóttir

    13. October 2014

    Svo hjartanlega sammála með skiptitöskuna! Svo hefði ég ekki getað lifað án Moby-wrapsins með eldri strákinn minn, hann vildi annars alltaf bara vera í fangi. Það bjargaði fyrstu vikunum!

  13. Guðrún

    13. October 2014

    sammála með samfellurnar sem hneppast á hliðinni! notaði þannig alveg mjög mikið fyrstu kannski 4 mánuðina þar sem mín kúkaði á 9 daga fresti (eins og klukka) og það fór ALLTAF útum allt svo þá var gott að þurfa ekki að fara með samfelluna upp yfir höfuðið!! annars segi ég bara til hamingju með litla krúttið, njótið lífsins :) þetta er best í heimi!

  14. ásta h

    13. October 2014

    einhverjar verða ósammála mér en ég tók sko snuð með mér uppá fæðingardeild ;) svo tók ég líka taubleyjur til að hafa með og á eftir gjöf og eins tók ég með mér náttslopp sem bjargaði mér alveg á næturbröltinu :)

  15. elísabet kristín

    13. October 2014

    jii litli herramaðurinn! ekkert smá fallegur, get ekki beðið eftir að fá mína í hendurnar eftir (vonandi) 2 vikur :) saumaði einmitt svona babynest og sé fram á að nota það mjög mikið :D

  16. Soffia

    13. October 2014

    Ömmustóll með víbring fannst mér vera algjör snilld, poki í bílstólinn sem maður bara rennir upp og þarf því ekki að dúða barnið eins mikið, mjúk teppi fyrir hitt og þetta, og mér fannst síðan Angel Care algjört þarfaþing. Sérstaklega þar sem bæði börnin mín hafa sofið í einni lotu í 8-10 tíma á nóttu frá fæðingu, og ég þurfti þá ekki að vera að hlaupa endalaust og kanna hvort að allt sé í lagi – það var líka “aukavakt” í gangi :)

    Litli maðurinn er svo dásamlegur – algjör gullmoli!

  17. Hanna Dís

    13. October 2014

    Nei hættu nú alveg!! Hann er svo sætur og mannalegur! Til hamingju enn og aftur.

  18. Andrea

    13. October 2014

    Dásamlega fallegur þessi prins <3
    Innilega til hamingju með hann !!! Njóttu þín í nýja hlutverkinu það er best í heimi <3

  19. Sigrún

    14. October 2014

    yndislegur❤️ til hamingju! Mátt sko alveg koma með aðra svona langa færslu um þetta☺️ sett eftir tæpar 2 vikur og lost þegar eg byrjaði að pakka í töskuna!

  20. Bára

    14. October 2014

    Innilega til hamingju með þennan flott strák og gangi ykkur vel með skírnina.

  21. Agla

    14. October 2014

    Ohh litli snúðurinn minn.. ég er sko strax farin að sakna hans :* Þarf að koma aftur og knús’ann!!

  22. Gugga.

    14. October 2014

    Innilega til hamingju með þennan flotta strák :) Takk fyrir góð tips! Veistu hvort að maður fái svona samfellur á íslandi? hef bara séð þær á h&m síðunni…

    • Svart á Hvítu

      14. October 2014

      Er því miður ekki viss… mínar eru annaðhvort frá H&M eða Carters, hef hér heima bara verslað í Lindex kids og þaðan á ég bara náttgalla sem eru hnepptir að framan:)

  23. Birna Helena

    15. October 2014

    Það eiga að vera til svona samfellur í Newborn línunni í Lindex, ég keypti mínar þannig þar amk en ég bý reyndar í Svíþjóð, kannski er það ekki til á Íslandi.