Þrátt fyrir að vera ekki ennþá búin að næla mér í fyrri bók Malene Birger -Life & Work- þá er nýjasta bókin hennar sem kom út á dögunum -Move & Work- komin efst á óskalistann minn. Fyrri bókin hennar sem kom út árið 2010 er algjör gullmoli fyrir heimilisunnendur og ætti þessi nýja því ekki að svíkja neinn. Ásamt því að birta myndir frá þremur gullfallegum heimilum sínum frumsýnir hún einnig myndir af nýju sýningarrými sínu í Kaupmannahöfn, BIRGER1962 þar sem áherslan er lögð á innanhússhönnun og list.
Þetta er algjörlega bókin til að hafa á stofuborðinu og fletta af og til í leit að innblæstri. Fyrri bókin hennar fékkst veit ég í Kúltúr, ætli þessi rati líka til þeirra?:)
Skrifa Innlegg