xxx
Þegar maður er rétt að byrja að njóta haust/vetrartískunnar er vortískan farin að mótast og komin ágætis mynd af því hvað verður í tísku næsta vor og sumar.
Hér eru nokkur trend sem voru áberandi á tískupöllunum…
Hér eru nokkur trend sem voru áberandi á tískupöllunum…
*Jakki í hermannastíl er sagður ómissandi í fataskápinn næsta vor*
Ég myndi nú ekki segja að þetta sé nýtt trend, jakkar í þessum stíl hafa verið nokkuð
áberandi hér heima og fást m.a. í Spúútnik og svo er ágætis úrval í Kolaportinu :)
En líklega mun úrvalið í þessum stíl aukast í verslunum með vorinu…
*Stuttbuxur verða greinilega áfram næsta sumar*
Þær voru mjög áberandi síðasta sumar og þá sérstaklega gallastuttbuxur. Mér sýnist að stuttbuxur úr léttari efnum og úr ljósu leðri séu að taka yfir, en mér finnst samt gallastuttbuxurnar alltaf flottar…
Þær voru mjög áberandi síðasta sumar og þá sérstaklega gallastuttbuxur. Mér sýnist að stuttbuxur úr léttari efnum og úr ljósu leðri séu að taka yfir, en mér finnst samt gallastuttbuxurnar alltaf flottar…
*Svo er það leðrið*
Svarta leðrið verður áfram en það er sérstaklega mikið um
ljósa og náttúrulega tóna eins og brúnan, gylltan og beige.
Buxur, stuttbuxur, jakkar, kjólar, töskur o.fl…
Svarta leðrið verður áfram en það er sérstaklega mikið um
ljósa og náttúrulega tóna eins og brúnan, gylltan og beige.
Buxur, stuttbuxur, jakkar, kjólar, töskur o.fl…
*Ekki má gleyma aukahlutunum sem eru ómissandi*
Sérfæðingarnir segja að töskurnar verði í minni kantinum og
komi í staðinn fyrir þessar stóru sem allt kemst í…
Sérfæðingarnir segja að töskurnar verði í minni kantinum og
komi í staðinn fyrir þessar stóru sem allt kemst í…
*Núna eiga skórnir að vera með lágum hæl*
Það hefur varla verið hægt að fá skó síðustu mánuði með minna en 15 cm hæl en það virðist ætla að breytast eflaust mörgum konum til mikillar ánægju. Mér reyndar finnst alltaf flottara að vera í hærri hælum en lægri og kýs það frekar…
Það hefur varla verið hægt að fá skó síðustu mánuði með minna en 15 cm hæl en það virðist ætla að breytast eflaust mörgum konum til mikillar ánægju. Mér reyndar finnst alltaf flottara að vera í hærri hælum en lægri og kýs það frekar…
*Svo verður kögrið áfram*
Töskur, vesti, skór…
En við skulum ekkert vera að stressa okkur á þessu strax. Ég ætla allavega að njóta vetrartískunnar og fá mér kósý hlýjar peysur, fallega loðhúfu og ný stígvél:)
-R
Skrifa Innlegg