fbpx

Before & After

DIY
Ég er algjör sökker fyrir Fyrir og eftir myndum…
Get hangið svoleiðis tímunum saman á netinu og látið mig dreyma.
Hvort sem það eru húsgögn, líkamar, föt eða hús :)
Það er eitthvað við það. Sjá alla breytinguna er æðislegt.
Ég gæti vel hugsað mér að vera bólstrari,
held að það gæti veitt mér mikla ánægju! Svona án gríns.
Ég elska að skoða Second hand markaði og ímynda mér hvað ég gæti gert allt fínt..
mig vantar bara tíma, það er eina vandamálið. One day one day.
Hér eru nokkrar myndir af breytingum sem mér finnst æðislegar
Mjög venjulegur antik skenkur. Má oft fá á nytjamörkuðum og ekki óalgengt að svona antik munir gangi í erfðir.
Svo er eftirmyndin æðisleg, búið að lakka hann gulan og skipta um höldur. Alveg mega!

Fyrir er skápurinn frekar ljótur, frekar miðaldarlegur að mínu mati og
þetta ferlíki fengi aldrei að búa í stofunni minni …

En eftir er hann mjög töff, búið að hvítlakka skápinn, lakka höldurnar svartar og svo mála parta á hurðunum svarta sem líta út eins og risavaxin lyklagöt?
Fyrir, mjög venjuleg Ikea hilla. Margir eiga svona einhversstaðar í felum heima hjá sér.
Ég veit að systir mín lumar á einni..:) Ekkert að þessu, en samt frekar boring hilla?

Eftir, búið að lakka hilluna hvíta, setja lappir undir hana og veggfóðra að innan. Finnst veggfóðrið æðislegt, er með eitthvað thing fyrir viðarveggfóðrum þessa stundina, en gæti hugsað mér að veggfóðra alla stofuna með viðarveggfóðri.
Útkoman á þessari er allavega mjög pretty… Langar samt líka að eiga ritvélina og bambann!
Svo finnst mér þessir líka flottir, á einmitt einn svona brúnan og ljótan.
En brátt mun hann eignast hamingjusamt líf.
Sem bleikur piparstaukur haha!!
Jæja.. allir í Góða hirðinn.. því það er jú svo gaman :)
-S

Langar þig að versla í Svíþjóð?

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Anonymous

    26. November 2009

    æði!
    ég á 100 ára ritvél frá langömmu. Það er hot.

    Skemmtileg síða, ég skoða af og til, þegar ég er ekki að lesa fyrir próf :)

    karen lind

  2. Anonymous

    26. November 2009

    Jiii… Þetta er æði! Ég er einmitt með gamlan saumavélaskáp frá ömmu undir (túbu!)sjónvarpinu mínu. Núna fer ég að láta mig dreyma um að gera hann svolítið funky ;)

    Kveðja,
    Auður B.

  3. Svana

    26. November 2009

    Langar líka að eiga svona gamla ritvél.. þær eru svo fallegar! -Les líka bloggið þitt þegar ég er ekki að læra hehe..

    En Auður, ég er að fíla að þú eigir túbu sjónvarp hehe.. Núna þarftu bara að skella þér í að poppa upp skápinn þá tekur enginn eftir sjónvarpinu!

  4. Augnablik

    26. November 2009

    Namm já ég elska fyrir og eftir*
    Og þetta er ótrúlega falleg og skemmtileg síða sem ég á eftir að fylgjast með.

  5. Anonymous

    26. November 2009

    Ef þú hugsar vel um mömmu gömlu í ellinni, gefur henni sherrý á kvöldin og setur krullur í hana á morgnana….þá á hún ritvél sem er enn eldri en þessi.
    Knús mútta

  6. Aslaug

    27. November 2009

    HAHAHA mér finnst kommentið frá móður þinni afaaar fyndið!

    En já, stundum þarf maður aðeins að “think outside the box” og sjá hluti í öðru ljósi. Ooofsalega flottar breytingar!