fbpx

Dezeen.com

Hönnun

Dezeen.com er ein mest lesna hönnunarsíða í heiminum. Ég sjálf lesa hana allavega einu sinni á dag og er þá alltaf með á hreinu hvað er að gerast í hönnunarheiminum.
Hvern mánuð birta þau hjá Dezeen topp 10 lista yfir ýmislegt. Þennan mánuð var þemað vinsælustu ljósin og í 3. sæti var engin önnur en íslenski hönnuðurinn Kristín Birna Bjarnadóttir og ljósið hennar var útskriftarverkefni frá Listaháskólanum.
Lampinn er gerður úr sjálflýsandi efni sem vanalega er notað í öryggisfatnað. Hún fékk mikla athygli út á ljósið en margir voru þó sammála um að ljósbotninn (sem stendur á gólfinu) mætti vera betur hannaður. Þá annað hvort sem partur af ljósinu eða felldur inn í gólfið.


Hvað finnst ykkur um ljósið?
***

Uppáhalds ljósið mitt þetta árið á síðunni þeirra lenti í 6. sæti, en ég sá það fyrst á Milanó hönnunarsýningunni í vor…


Handblásnar Led perur eftir Pieke Bergmans

-S

þegar ég verð stór...

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Edda Rós

    1. December 2009

    Þekki ykkur ekkert en sá síðuna á frigid síðu vinkonu minnar! Mjög skemmtileg lesning :)

    Dezeen er yndisleg síða og alltaf gaman að sjá íslenska hönnuði sem rata inn á hönnunarbloggin!

    Kv.
    Edda R.

  2. Hildur Dis

    1. December 2009

    Hvernig væri að gefa bestu systir sinni svona í jólagjöf;) ég meina þá íslenska ljósið. En hin tvö eru líka mjög flott.
    P.S farðu að læra

  3. Anonymous

    2. December 2009

    Mér finnst bæði ljósin rosalega flott! Dáist einmitt alltaf að þessu íslenska í glugganum á Mýrinni í Kringlunni :) Vissi samt ekki að ljósbotninn væri á gólfinu.. Sammála með að það ætti að vera betur útfært.

    – SiljaM

  4. Svana

    2. December 2009

    ú er það þar til sýnis… kíki á það um jólin!!:) En já kom mér einmitt á óvart, væri mjög fallegt ef hann þyrfti ekki að liggja á gólfinu eins og illa gerður hlutur.
    Er þá verið að selja ljósið líka í Mýrinni eða bara til sýnis? Vissi ekki að það væri komið í framleiðslu:)

  5. Svana

    2. December 2009

    ú er það þar til sýnis… kíki á það um jólin!!:) En já kom mér einmitt á óvart, væri mjög fallegt ef hann þyrfti ekki að liggja á gólfinu eins og illa gerður hlutur.
    Er þá verið að selja ljósið líka í Mýrinni eða bara til sýnis? Vissi ekki að það væri komið í framleiðslu:)

  6. Anonymous

    3. December 2009

    Ég hef ekki grænan hvort það er verið að selja þetta þar.. Dáist alltaf bara að ljósinu úr öruggri fjarlægð, það hangir í glugganum ;)

    – SiljaM