fbpx

Laugardagsföndur

DIY
Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá erum við stöllur frekar skotnar í fjaðrakrögum þessa dagana. Eftir smá leit á netinu komumst við að því að þeir eru barasta uppseldir á flestum stöðum en eru “kannski” væntanlegir aftur í Einveru.

Hvað er þá betra en DIY* Do It Yourself…..

Þetta er kraginn umtalaði en hann myndi poppa upp alla boring kjóla!


Fæ reyndar smá Deja Woo, en mamma bjó einmitt til einn svona við indíjána öskudagsbúninginn minn þegar ég var lítil. Reyndar mikið stærri, en fallegur var hann.

Þessi missti sig smá í töffaraskapnum

***

*DIY*
Það þarf s.s. mikið magn af fjöðrum og fást þær í hinum ýmsu föndurbúðum.
Svo þarf borða til að sauma fjaðrirnar á og þá helst í svipuðum lit og fjaðrirnar eru,
myndi segja um 2cm breiðan.
Svo þarf bara málband til að mæla lengdina sem kraginn á að vera, til að vita hversu langan borða þarf að kaupa.

Eftir mikla netleit hef ég komist að því að það eru 2-3 leiðir til að gera þetta!

Svo veldu nú þann sem að þér þykir besturrrr.

1. Handsaumaðu fjaðrirnar á borðann, gott er að setja fyrst smá lím undir svo þær haldist á meðan saumað er,
en stinga þarf í gegnum fjöðrina með nál og tvinna og þá er það bara upp og niður reglan, fjöður fyrir fjöður=frekar tímafrekt samt.
Og í lokin er nýr borði settur utan um fjaðralengjuna með lími en breiddin á honum ætti að vera tvöföld
breidd af fyrsta borðanum, ca. 4 cm breiður þá, en hann þarf að nota til að covera saumasporin báðum megin og tjahh jafnvel smá lím:)

2. Límdu allar fjaðrirnar vel á borðann, hægt að nota límbyssu t.d og legðu þungan hlut ofan á, á meðan límið þornar. Taktu svo upp saumavélina og renndu yfir allar fjaðrirnar mjög varlega. Svo getur þú jafnvel bætt öðrum layer á ef þú vilt. Fer allt eftir umfanginu sem þú ert að sækjast eftir. Svo klárarðu eins og í nr.1 að covera með nýjum borða til að fela saumana.

Svo er það smekksatriði hvernig gengið er frá kraganum, hvort hann eigi að festast með slaufu að aftan, tölu eða smellu? en þetta er allt bara saumað auðveldlega á endann á kraganum.



3. Þriðja leiðin er ég ekki viss um hvort hægt sé að gera, en ég spurði múttu mína hvernig hún hefði gert minn fjaðra… fyrir mörgum árum. Í gamla daga voru s.s. seldar fjaðrir í lengjum í efnabúðum, og hún keypti það í Söru í Hfj. Ég hef ekki hugmynd um hvort það sé selt ennþá? Eflaust dýrari lausn en auðveldari er hún;)

Þarna var Lady Gaga nýkomin af föndurkvöldi með vinkonunum, missti sig smá í gleðinni.

Og svo fyrir þær sem vilja föndra líka en fíla ekki þennan fjaðrakraga,
þá er alltaf ofsa gaman að eiga fallega spöng.
En eitt auðveldasta DIY er einmitt að gera spangir!


Þessar spangir eru allar mjög fallegar og ef þið bara vissuð hvað það er auðvelt að gera svona.
Persónulega myndi ég ALDREI borga morðfjár fyrir hárspöng, svo er líka svo gaman að eiga eitthvað sem maður gerði sjálfur.

En í spangirnar þarf bara
Ódýra spöng -Hægt að kaupa allover
Fjaðrir
Borða til að covera spöngina
Og lím!

Enjoy.


*UPDATE* svona fjaðrakragi fæst á forever21.com,
en samt miklu skemmtilegra að DIY ;)

-S

all you need is love love love....

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Mútta

    5. December 2009

    Elsku Svana mín, hún hirðusama mamma þín hefur passað uppá þennan fallega fjaðrakraga öll þessi ár og nú bíður hann þín þegar þú kemur heim.
    LUVJÚ mútta.

  2. Agla

    5. December 2009

    Ohh hvað ég vildi að ég væri góð í að föndra þá myndi ég föndra mér svona fjaðraspöng :) oftast þá lími ég bara puttana á mér saman.. það gerðist síðast þegar ég var að föndra með límbyssu :D

  3. Anonymous

    12. December 2009

    Textilline á Laugavegi selur líka svona kraga, á uþb 8000. Indælir.