fbpx

Ponyhair


*Við erum svo fallegir!!*

Ég efast nú um að ég myndi nokkurn tíman fjárfesta í þessum,
ekki mjög hentugir í slappið í Reykjavík,
en samt sem áður svo sjúúhúkir!

Ég sá þá á blogginu hennar Jane, Sea of Shoes,
ef þú hefur ekki kíkt þangað inn mæli ég með því að þú drífir í því,
hún er svo skemmtileg og skrýtin:) (og rík!)

-R

Christine Centenera

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Svana

    8. December 2009

    Bloggið hennar er svo fyndið. Hún lifir í einhverjum draumaheimi, svona eins og þær í Gossip girl ábyggilega hehe. Væru gaman að hafa ekkert annað að gera í sínu lífi nema versla og verlsa svo aðeins meira;)

  2. Aslaug

    8. December 2009

    Einsog ég er nú skotin í tískubloggum, þá finnst mér svo óóógeðslega kjánalegt þegar RÍKAR stelpur blogga og koma því á framfæri hvað þær eiga nú mikla peninga til að kaupa sér ALLT!

    Algjör æla.

  3. SVART Á HVÍTU

    8. December 2009

    Já það er ekki eins skemmtilegt að lesa um stelpurnar sem fá allt upp í hendurnar… en hún Jane er samt krútt!:)

  4. Anonymous

    8. December 2009

    Hver er þessi pía? Ég fékk bara svona tómarúmstilfinningu.. Hún er greinilega mjög efnuð. Vá! Þvílíkur gerviheimur, ég fékk líka klíur.

    Það er einmitt fyndið, þegar fólk á peninga verður það alltaf að blogga um það, eða gefa í skyn hvað það var að kaupa.. og tryggja alveg örugglega að hönnuðurinn komi fram.

    Pjúk

    Frigid

  5. Anonymous

    8. December 2009

    æðislega skemmtileg síðan, verð daglegur gestur héðan í frá ;) kv Helga

  6. Anonymous

    9. December 2009

    Guð, ég fékk svo minnst á tilfinninguna svona yfirlætisháttur hjá þessari Jane! finnst hún bara fyndin og skemmtileg :) Hún er bara að tala um sitt áhugamál, sem augljóslega eru tískuföt og skór, hún er ekkert að tala um peninga í sambandi við það..

    Þó við vitum auðvitað allar að þetta kosti morðfjár!

    Bara heppin hún :) Ég amk alveg dottin inn í þetta blogg hennar!

    .. og takk þið fyrir að kynna mig fyrir henni :)

    – SiljaM

  7. SVART Á HVÍTU

    9. December 2009

    Lítið mál:D Mér finnst hún einmitt æði, með furðulega fjölbreyttan fatasmekk en samt svo kúl!:)