fbpx

Best Seller 2009

Hönnun

af Made in Design síðunni;

Do Frame límband. Ég væri alveg til í að eiga svona:) Kostar 10,70 pund

Juicy Salif eftir Phillip Starck. Ég á eitt stykki en verð að viðurkenna að hann er meira uppá punt og minna notaður.

Bourgie lamparnir frá Kartell. Þeir eru nú eflaust líka söluhæsta varan í Casa á Íslandi,
ég held að þeir séu til á ansi mörgum íslenskum heimilum! Enda afar flottir.

HER stóll eftir Fabio Novembre

Louis Ghost stóllinn frá Kartell

Turner kertastjakar. Hægt að raða nokkrum saman…

Strap storage system eftir Droog Design.
Mér þykir þetta alltaf jafn töff, undir tímarit, skó, eldhúsdót.. allt saman:)

Diesel ljós eftir Foscarini

Þetta er bara brot af því besta, en ég gæti vel hugsað mér að eiga teygjurnar frá Droog design undir hælaskónna mína. Vel hægt að leika sér með þær… Þær eru til í öllum helstu hönnunarbúðum hérna úti en ég veit ekki til þess að þær séu seldar heima? anyone?
Það ætti allavega einhver að taka það að sér og flytja þetta inn, enda bráðsniðug hugmynd!

-S

SKOTT

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Rakel Flygenring

    6. January 2010

    Fíddfíjú!
    Mér finnst svo ótrúlega fallegt að hafa Ghost stól inná baðherberginu, helst með gæru ofaná…. bara svona til að tilla sér

  2. Svana

    6. January 2010

    Já fallegur er hann en ekki sá þægilegasti. Samt eflaust kósý að hafa gæru í honum:) Varstu að splæsa í einn?

  3. Edda Rós

    6. January 2010

    Him and Her stólarnir eru æðislegir! Þeir eru líka ágætlega þægilegir, ekki bara útlitið-sem er alltaf kostur :)

  4. Glys&Glamúr

    6. January 2010

    Nei reyndar ekki en ég mun án efa gera það þegar að ég flyt í stærri íbúð, allavega þegar að ég er komin með stærra baðherbergi ;)