fbpx

Uppáhalds þessa stundina!

Hitt og þetta

Ég bara verð að deila þessu með ykkur.

Ég átti inneign í Hagkaup um jólin og vissi ekkert hvað ég ætti að kaupa mér.
Var með 2 góðum vinkonum mínum sem bentu mér á þennan body scrub frá Clinique. Vanalega er ég ekki mikið að splæsa í svona vörur handa sjálfri mér en my oh my

Ég hef ALLTAF verið með þurra húð. Sama hvaða árstíð það er, en eftir að hafa notað þetta einu sinni og ekkert body lotion eftirá fékk ég fljótlega komment frá hinum helmingnum mínum hvað ég væri rosa mjúk og slétt og það hef ég sko aldrei heyrt frá honum áður. Bjargaði mér líka þar sem ég var búin að vera með blá læri í nokkra daga vegna lélegra sokkabuxna sem lituðu mig haha. Ég mæli allavega mjög vel með þessu. Minnir að verðið sé um 5þús á 250ml.

Svo fór ég í Baðstofuna í boði Rakelar um jólin og hún var með heimagerðann body scrub. Búinn til úr olíu og sykri, henni þykir það algjört æði. Mér finnst samt betri lykt af mínum, voða ferskur piparmyntu:)

Ég splæsti svo í draumailmvatnið mitt um daginn, fann það á 5 þúsund krónur þegar ég millilenti í London, en var búin að rekast á það heima á 14 þúsund krónur. Mmmm það er svo hrikalega góð lykt af því að ég spreyja því á mig áður en ég fer að sofa.

“No elegance is possible without perfume. It is the unseen, unforgettable, ultimate accessory of fashion that heralds your arrival and prolongs your departure.” Coco Chanel (1883-1971)

-S

Best Seller 2009

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anonymous

    11. January 2010

    hvar fást D&G ilmvötinin hérna heima?

  2. Guðfinna

    10. March 2010

    Já vá, ég á svona Clinique sparkle skin og þetta er geggjað. Húðin verður svo mjúk!