fbpx

kynlíf selur?

Hitt og þetta
Eða það heldur American Apparel allavega.
P.s. þessi er ritskoðuð.

Eftir að hafa pirrað mig í smá tíma útaf auglýsingum frá American Apparel sem ég hef rekist á á mörgum erlendum síðum sem ég les ákvað ég að googla þetta aðeins og þetta er það sem ég fann! Auglýsingin sem pirraði mig var mynd af stelpu í frekar (mjög) porno-legum blúndu samfesting nakin. T.d. var þessi auglýsing hvað lengst á Perezhilton.com.
Eftir að hafa skoðað síðuna þeirra vandlega sá ég að þeim er full alvara með þessum glennulegu auglýsingum. Og var auglýsing frá þeim í fyrra bönnuð í Bretlandi sökum þess að módelið var mjög ungleg í útliti og myndin þótti frekar ögrandi.
Ég veit að þetta er old news, þau byrjuðu með frekar ögrandi auglýsingaherferðir fyrir nokkrum árum en hafa fært sig enn nær kláminu með hverju árinu.
Ég var hinsvegar bara að komast að þessu í vikunni. Enda enginn fan af þessari verslun.
Smekklaus auglýsing fyrir smekklaust merki.
En sættum okkur við það. Kynlíf selur!

p.s. mér finnst myndirnar allar frekar Terry Richardson-legar”
En hann er mjög flottur ljósmyndari, þið getið kíkt á síðuna hans með því að klikka á linkinn.

-S

Bisazza

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. óskalistinn

    19. January 2010

    haha, já man eftir efstu auglýsingunni. Mér finnst þetta bara vandræðalegt. Eina afsökunin fyrir að sýna svona mikið “skin” er ef þú ert að auglýsa krem, sápu eða eitthvað annað, amk ekki föt..

  2. Glys&Glamúr

    19. January 2010

    æji mér finnst þetta eiginlega bara frekar subbulegt…

  3. Thorhildur

    20. January 2010

    vá ég er ótrúlega sammála, auglýsingarnar þeirra voru einu sinni mjóg cool og edgy en nú eru þær ALLTOF grófar.

    xx