18 Skilaboð
-
ég elska nude lips og tekst á ótrúlegan hátt að púlla það þrátt fyrir ljósa húð og ljóst hár og ólitaðar augabrúnir.
Galdurinn er mikill maskari og eyliner og Hue frá MAC…. bara flottastur!
-
Hue frá MAC, prófa hann!:)
Takk fyrir kommentið… -
Hæ ! Ég verð að vera ósammála, fílaði MYTH frá mac betur en hue ;-) Annars finnst mér þetta ótrúlega flott ef maður er já, mikið málaður um augun en samt ekki með e-ð mikið meik/sólarpúður því þá lítur maður út eins og skinka.. og það viljum við nú ekki ;)
Takk fyrir frábært blogg, kíki oft á dag !
Kv margrét
-
er málið þá bara basicly að púðra yfir varirnar á sér og nota glært gloss/varsalva eða þarf maður að nota spes varalit? því ég fíla þetta í tætlur sko
-fatou -
já veistu hef líka pælt í því og prófað! En það var samt frekar ógeðslegt hehe og helst eflaust ekki jafn lengi og varaliturinn…
En vá fatou við meikuðum alltaf varirnar á okkur í 8. og 9.bekk, eðal skinkur og þvílíkir trendsetterar haha!-Rakel
-
i knoW!!! hef alltaf talið mig bera smávægis ábyrgð á þessari skinkukynslóð sem hefur myndast…
lóiLitli
-
og takk Margrét, ég verð greinilega að fara stífmáluð í Kringluna og prófa nokkra :)
-RR
-
Stelpur! þetta líkar mér!! :) Myth fer á must-have listann!
-
ó en sú gleði.. ég æli alltaf þegar ég huxa til baka um tímann þegar ég meikaði varirnar og notaði gloss – en kannski er það sem skemmdi það helvítis hvíti ælænerinn..
þetta er mergjað flott og ég verð svona næst þegar ég skelli mér út. mikið maluð um augun – roger that. -
Ég á HUE frá MAC..Hann er snilld. Þú átt líka ekki að fá þér jafnljósan lit og húðin er…Vera með ogguponsulit…Getur sett glærbleikt/brúnt gloss yfir líka… :)
-
Ég hef notað HUE í örugglega 3 ár frá MAC en fannst hann alltaf aðeins of fölur, langaði í einhvern sem var með pínu,pínu meiri lit í, en samt Nude, og konan í mac benti mér á cremecup, mér finnst hann geðveikur, soldið eins og Heidi clum er með á myndinni, very nice, kveðja
-
Ég á ekki alveg svona nude, en á ljós ljós bleikan sem er mattur. Ég væri til í að fá mér svona nude.
En ég sé fyrir mér allt annað (brúnir, kinnalitur, etc) nude á móti, nema mikinn maskara og kannski einhver brúnsanseraður augnskuggi rétt í kringum augun.
Frigid
-
ég keypti mér svona nude varalit um daginn..ógeðslega flottur:) er með ljósa húð og þegar ég mála mig frekar dökkt í kringum augum nýtur hann sín best:)
-
þetta fer líka svo eftir tannlitnum. Sumun tönnum fer betur að hafa bleikan tón og öðrum smá brúnan. Alltaf að muna það, þ.e. að brosa þegar maður testar varalitinn og athuga hvernig tennurnar eru á litinn :-)
-
Hæ stelpur, ég VERÐ að segja ykkur frá mínum uppáhalds uppáhalds nude varalit! Hann heitir Darling og er úr GOSH línunni! búin að lesa mikið um hann á “bjútíbloggunum” og allstaðar fær hann mikil lof! Eina vandamálið er síðast þegar ég vissi var hætt að selja hann hérna á Íslandi! Ég keypi mér byrgðir þegar ég fór seinast út :) … en ef hann er komin aftur þá kostar hann allavega slikk miðað við varalitina í MAC!
Knús og kossar frá dyggum aðdáenda bloggsins
xoxo -
Þetta eru allt fínir litir. Fer pínu eftir þínum húðtón hvað er best. Það sem er gott við að fara uppí Mac er þjónustan og fagleg ráðlegging um hvað henntar þér best. Hvaða lit sem þú endar með að velja þér passaðu bara að smyrja honum ekki á varirnar helldur bara rétt dúmpa. Getur líka verið fallegt að nota mjúkann augnskuggabursta til að fá réttu áferðina. Svo ættiru líka að tékka á kremkynnalytunum ladyblush og lilicent frá Mac. Þeir eru ekki bara fallegir kynnalitir helldur líka mjög flottir sem nude varalytir og eru næstum alltaf varan sem er notuð þegar þú sérð svoa look á catwalki. Svo er meiköp bara spurning um að prófa og reyna. Gangi þér vel
-
*Kinnalitur
Er alls ekki að reyna að vera með nein leiðindi! ;) Vildi bara koma þessu framfæri.
En já, ég púlla þetta look ALLS ekki. Ég er bara asnaleg svona, því miður því mér finnst þetta svo truflað töff! ;O
-
ég eeeelska GOSH darling
Skrifa Innlegg