fbpx

Götutíska-London

Þar sem ég tók vorinu fagnandi fyrir viku síðan og var nánast farin í sandalana mína, þá hef ég þurft að gjalda fyrir það núna í nokkra daga liggjandi í flensu.
-Þarf s.s að halda áfram vetrarklæðnaðinum!
Langar mikið í risavaxinn trefil sem ég get vafið mig inní.
Finnst þessi fléttutrefill hér að neðan mjög pretty.

Frá Topshop

Unnur Ösp skvísa, á InStyle.co.uk


Er búin að sjá þetta á mörgum tískubloggum, klofháar legghlífar! Hef samt aldrei rekist á þetta í neinni búð. En er eflaust mjög hlýtt og því einhvað tilvalið fyrir mig þessa dagana.


Þarna erum við að tala saman, mig langar að eiga trefil sem ég týnist í. haha

Á reyndar von á pósti frá Asos.com á morgun með fallegu eyrnabandi og blómaslæðu ahhh hlakka til…

-S

Topshop vor 2010

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Glys&Glamúr

    6. February 2010

    Vááááá, mér finnst efsti trefillinn alveg truflaður!!

    Verst að það fer ansi mikið efni í hann ef maður ætlar að dúllast við að gera hann sjálfur :/

  2. SVART Á HVÍTU

    6. February 2010

    Já það er rétt hjá þér! Sérstaklega miðað við verðið á efnum á Íslandi úff..
    ég er svo heppin hér úti að 2x í viku eru efnamarkaðir þar sem heilu metrarnir eru á 1 evru!:) Mjög næs, læt þig vita ef ég skelli í einn svona:
    -Svana

  3. Rakel

    6. February 2010

    Ég keypti mér efsta trefilinn úti um jólin í Topshop og hann kostaði alls ekkert svo mikið… kannski fæst hann online, kannski kemur hann heim í Topshop..:)

    -Rakel

  4. Agla

    7. February 2010

    Haha ég á svona klofháar legghlífar ;) Keypti þær einhverstaðar úti er að reyna að muna hvar.. En þær eru úr aðeins þykkara efni en þessar á myndinni