fbpx

Varius

Hönnun
Mér var boðið að gerast “vinur” þeirra á Facebook um daginn -HÉR. Ég jánkaði því án þess að kíkja á síðuna en mundi svo eftir þeim í morgun og ákvað að skoða smá…
Tvær íslenskar stelpur standa á bakvið merkið Varius og er önnur þeirra fatahönnuður og hin vöruhönnuður. Þær hanna saman hina ýmsu fylgihluti; kraga, hálsmen, eyrnalokka, axlaskraut, nælur o.fl.


Mér finnst þessi hálsmen öll very bjútiful og þá sérstaklega blúnduhálsmenið.
Ég er svo ánægð hvað það er mikið um að vera í hönnun á Íslandi, svo mikið nýtt að sjá og finna og æðislega hæfileikaríkt fólk á ferð!:)

P.s. ég gerði smá DIY í gærkvöldi. Ég fékk sent tvö nýjustu tímarit H&H (Hús&Híbýli) hingað í Hollandið. Í öðru hafði ritstjórn blaðsins poppað upp frekar boring Ikea ljós. Ein þeirra notaði kögurhengi á sitt ljós og mér fannst það æði!
Ég fann því svart hengi sem ég átti inní skáp og skellti því yfir gólflampann í stofunni og lúkkar það svona helvíti vel!
Skal taka myndir af því seinna, en núna bíður H&M eftir mér niðrí bæ:)

Góða helgi xoxo
-S

8 tips!

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Anonymous

    13. February 2010

    ú en pretty!!

  2. Anonymous

    13. February 2010

    Ótrúlega flott hjá þeim!!

    Kv. Sigdís

  3. óskalistinn

    14. February 2010

    já! Sá kögurikealjósið einmitt – það er snilld! hin ljósin voru jafn boring og fyrir breytinguna…

  4. Anonymous

    15. February 2010

    úúú en gaman að uppgötva e-ð svona nýtt og flott!.. hlakka til að sjá ljósið þitt :)
    -fatou