fbpx

MCQUEEN


Myndirnar hér að ofan eru frá 1996-2009

Sorglegt þegar ungt fólk í blóma lífsins tekur líf sitt…


Alexander McQueen var einn mesti talent tískuheimsins í dag. Og nokkuð merkileg sagan hans.
Árið 1994 sótti hann um starf hjá Central Saint Martins -sem er einn virtasti hönnunarskóli í heiminum- sem leiðbeinandi að skera mynstur í efni (pattern cutter tutor.) En þar sem þeim leist svona vel á portfolio-ið hans hvöttu þau McQueen til að hefja nám við masterdeildina þeirra í tískuhönnun.
Hann lauk þeirri gráðu árið 1996 og var þá uppgötvaður af tískustílistanum Isabella Blow, en hún keypti hverja einustu flík úr útskriftarlínunni hans. Árið 1997 notaði Björk flík frá honum á cover-ið á Homogenic og eftir það lá leiðin aðeins uppávið. Sama ár var hann gerður að aðalhönnuði risamerkisins Givenchy og árið 2000 keypti Gucci 51% í McQueen merkinu. Hann var superstar hönnunarheimsins og stjörnurnar kepptust að eiga hönnun eftir hann. Sú sem tók það alla leið var þó LadyGaga sem notaði McQueen hönnun í flestum myndböndum sínum.



Við flestar höfum ekki komið nær hönnun hans heldur en með hauskúpuslæðunum sem urðu mjög áberandi fyrir ca.5 árum síðan, en þær voru replica af McQueen slæðunum og voru seldar bæði í Spúútnik og Sautján svo mig minnir.
Í dag er Zara að selja svona svipaðar hauskúpuslæður!

Eftir að McQueen framdi sjálfmorð hefur sala á slæðunum rokið uppúr öllu valdi enda eru þær það helsta sem “almúgurinn” hefur efni á eftir hann hehe:)
En þær verða mjög verðmætar einn daginn.
Ég ætla mér ekki að splæsa í svona fínheit, enda er ég enn að syrgja að ég týndi minni fake haha.
Veit ekki hvernig ég væri ef ég týndi einni svona ekta:)
2009- Kjóll eftir McQueen, valinn einn af “100 bestu kjólum aldarinnar” af InStyle.

Það hefur ekki verið staðfest af hverju hann framdi sjálfsmorð
en mamma hans lést aðeins nokkrum dögum áður og þau voru víst mjög náin.
Þann 3.feb postaði hann á Twitter síðuna sína að mamma hans hefði látist.
“RIP mumxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx.”
Nokkrum dögum eftir það postaði hann á Twitter síðuna sína;


sunday evening, been a f**king awful week but my friends have been great but now i have to some how pull myself together (sic).”


Talið er að lát móður hans hafi verið helsta ástæða þess að hann framdi sjálfsmorð, en vinur hans hafði þetta að segja eftir að hann fékk þær fréttir að McQueen hefði framið sjálfsmorð;

“He lived and breathed to make his mother proud of him. Everything he did was done to please her, like a ‘Look mommy, look what I did.’ He was very, very attached to her. And when she died last week, I think he felt, ‘what’s the use of anything anymore.‘”

Þar hafiði það…

-S

s p e s

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hildur J

    17. February 2010

    svo sorglegt :( en finnst þessi kjóll alveg mergjaður – litirnir eru svo geggjaðir =)