fbpx

DIY skóhirsla

DIY
Ég sá þessa snilldar hugmynd af skóhirslu í blaðinu Living etc.

Hér eru s.s. notaðir svona vegglistar sem fást á ýmsum stöðum (Byko, föndurbúðum o.fl.).
Þeir sem ég er með í huga eru úr einhverskonar frauðplasti bara, þannig að þeir eru ekki dýrir.
Svo er bara um að gera að spreyja þá í einhverjum fínum lit og skella þeim upp á vegg svo
fallegu skórnir okkar fái að njóta sín sem allra best:)

-R

Bianco ♥ Hummel

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Agla

    25. February 2010

    Þetta er ótrúlega töff :) hef einmitt séð svona áður… veeery sniðugt :)

    samt eeeeekki eins flott og skóveggurinn minn ;);)

  2. Anonymous

    25. February 2010

    LIKE !!! …er að hugsa um að stela þessar hugmynd næst þegar ég flyt :)

    – Bára

  3. svana

    25. February 2010

    Hmmm frauðplasti? Algengasta frauðplastið mun ekki halda uppi mörgum pörum myndi ég halda? Og það þarf að passa að kaupa þá rétt sprey því annars bráðnar frauðið eftir að þú spreyjar á það.
    En annars er þetta æðisleg hugmynd:)
    En þú vilt vonandi að þetta endist einhvað? Mæli með að kaupa þetta í öðru efni.

  4. SVART Á HVÍTU

    25. February 2010

    já stelpur við ættum sko að hlusta á hana Svönupönu vöruhönnuð, hún er svo klár:) Það eru líka til svona listar úr plasti eða einhverju, veit samt ekki hvað þeir kosta…

  5. Glys&Glamúr

    25. February 2010

    úú þetta finnst mér flott :) en ég er að spá..hvernig verður veggurinn eftir skónna? Ætli hann verði ekki skítugur? Annars alveg briljant hugmynd! :D

  6. Anonymous

    28. February 2010

    Love it :)

    -KT