fbpx

Pallettur

DIY

Mér finnst alveg endalaust töff að nota vörubretti, eða pallettur, sem húsgögn!


Ég tók þessar tvær myndir heima hjá systur minni en hún er einmitt með tvær pallettur sem sófaborð.
Hún hefur ekkert gert við þær, hvorki pússað né lakkað þannig þær eru rosalega grófar,
sem mér finnst lang flottast!


Þetta borð sá ég til sölu á barnalandi fyrir einhverju síðan.
Hér er greinilega búið að pússa og mála palletturnar, kemur líka mjög flott út…


Svo fær þessi að fylgja…

Þessi draumur minn verður því miður aldrei að veruleika þar sem sambýlismanninum finnst þetta það allra ljótasta!
Og það eru víst mjög skiptar skoðanir um hvað fólki finnst um þetta…;)

Hvað finnst ykkur??

-R

Húsgagna make-over

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. óskalistinn

    26. February 2010

    aaaa! Þið póstið alltaf því sem Andri elskar :D hahaha.. Mér finnst þetta geggjað, við Andri eigum ELDgamalt hús og híbýli með þessu á forsíðunni, síðan áður en við byrjuðum að búa.. ætluðum alltaf að hafa svona :) mér finnst þetta gordjöss!

  2. G.S

    26. February 2010

    oohhh mer finnst þetta geggjað :) eitthvað voða kósy við þetta og svona gamaldags :) LIKE.

  3. Súsanna Ósk

    26. February 2010

    Einnig er sniðugt að nota pallettur sem undirstöðu og upplyftingu fyrir dýnur

  4. óskalistinn

    26. February 2010

    Sammála síðasta ræðumanni. Ef ég eignast einhvern tíman íbúð með stórum gluggum ætla ég að setja svona nokkrar pallettur hlið við hlið undir gluggana og hvítar dýnur ofan á – svona bekk eiginlega…

  5. Glys&Glamúr

    26. February 2010

    En fyndið!! Rudolf kærastinn minn bjó til svona rúm, sófaborð og sjónvarpsborð fyrir nokkrum árum!

    Mér finnst þetta hrikalega töff en það passaði einhvernveginn ekki í holuna okkar :/

  6. Ágústa svönufrænka

    26. February 2010

    Þetta er alveg brilliant, I'm on it!

  7. SVART Á HVÍTU

    26. February 2010

    Já áður en systir mín eignaðist sófa var hún einmitt með pallettur og dýnu ofan á sem sófa, hrúgaði svo bara fullt af djúsí púðum á hann og hann var rosa kósý!:)

  8. Aslaug

    26. February 2010

    Fær maður þá ekkert flís í bossann? Hohohoooo…Djók…En samt, þarf maður ekkert að pússa þetta smá?

    Ógið kool

  9. SVART Á HVÍTU

    27. February 2010

    hehe jú það væri ekkert verra að pússa þetta aðeins þar sem þetta er mjög flísótt! Og þetta er sko alls ekki mjög barnvænt svona ópússað ;)

  10. ragga

    27. February 2010

    hehe æj ég veit ekki alveg með þetta :-)

  11. Agla

    27. February 2010

    hehe sama hér.. veit ekki alveg hvort þetta fengi að vera í stofunni minni :) En mér finnst aftur á móti þetta hvíta pússaða rosa flott..

    En það eru rosalega margir sem fíla þetta :) mig minnir að Kristel hafi einmitt verið með svona undir rúminu sínu fyrir ekki svo löngu..

  12. Erna Hrund

    1. March 2010

    við erum með eitt svona í vinnunni sem er mjög töff búið að setja hjól undir það og glerplötu ofan á:)

  13. Anonymous

    3. May 2012

    Getið þið sagt mér Hvar ég get fengið pallettur/vörubretti?