fbpx

Chanel vor 2010


mmmm Chanel spring 2010 sýningin var svo falleg.. (nei alveg rétt, fyrir utan skóna og þessi ljótu gervitattoo á leggjum fyrirsætanna)
Á sviðinu var búið að byggja fallega hlöðu og gengu fyrirsæturnar um með blóm í fangi og fallegar körfur. Lily Allen sem er einmitt andlit Chanel kom og söng fyrir áhorfendur og sungu tvær af fyrirsætunum bakraddir.
Mæli með að skoða video-ið hér neðst…

Ótrúlega fallegt allt saman. Berrössuð á tánum.
Finnst svo skemmtilegt að þær hafi verið með bastkörfunar, ég geng einmitt um með bastkörfuna mína alla daga (án djóks). Þar sem faratækið mitt er hjól þá tek ég hjólabastkörfuna mína af þegar ég fer einhvað inn og held á henni.
Hef fengið ófá kommentin á það haha.
Væri það ekki frekar krúttað ef allar stelpur trítluðu um með bastkörfu í bænum!
ójú það held ég:)
Kalli sjálfur, heilinn á bakvið Chanel og þessa yndisfögru tískusýningu.
En þar sem hann ólst upp að einhverju leyti á bóndabæ þá fannst honum áhugavert að sameina tískuna og bóndabæinn.
Takið samt eftir að hann er klæddur í bláar gallabuxur, sem að hefur sjaldan sem aldrei gerst áður.
Tískuspekúlentar hafa velt þessu fyrir sér og búast við sprengingu í gallabuxnatískunni.
Blue Blue Blue




Og síðast en ekki síst smá klippa frá sýningunni.
Ef þið spólið að miðju þá sjáiði Lily Allen.

-S

Carla Bruni

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Rakel

    4. March 2010

    Mér finnst æði að þú skulir ganga um með bastkörfuna!! þú ert svo mikill trendsetter;) haha

    -Rakel

  2. G.S

    5. March 2010

    Jiii hvað þetta er rómó og fallegt og sætt allt saman :)

  3. ólöf

    6. March 2010

    já þessi tískusýning var flott..abbey lee dásemd á myndinni hérna fyrir ofan, alltaf svolítið krútt á veröldina..ég fíla samt ekki alveg alla þessa klossa..