fbpx

Finnst ykkur þetta í lagi??

Hitt og þetta
Mæli með að lesa þessa grein frá Mörtu Maríu.
Kominn tími til að fólk líti smá í eigin barm.
Og hætti að STELA hönnun frá öðrum!
Það er EKKI í lagi!

Og svona fyrst ég er byrjuð, þá mæli ég líka með að kíkja á þetta blogg skrifað af Ólöfu Jakobínu fyrir stuttu þar sem hún sýnir nokkur dæmi af íslenskri hönnun og okkar ástkæra Íslandi sem er ofnotað í hönnun í dag.

-S

*Saum* Vikunnar

Skrifa Innlegg

20 Skilaboð

  1. Anonymous

    11. March 2010

    Nei að sjálfsögðu er þetta ekki í lagi, og þá sérstaklega þegar fólk er farið að selja þetta sjálft.
    En hinsvegar finnst mér allt annar handleggur að sauma sér 'Emami' kjól fyrir einkaeign þegar maður á ekki krónu og einn kjóll kostar tæpar 20 þúsund krónur. Persónulega hef ég ekki gert það en ég skil svosem vel vinkonur mínar, staurblankir námsmenn sem vildu vera í tískunni og áttu ömmu eða frænku sem var nógu handlagin til að sauma einn efnisbút saman, flóknari eru þessir kjólar nú ekki.
    Það minnir bara svolítið á DIY bloggin ykkar sem eru btw himnesk ! :)
    -K

  2. SVART Á HVÍTU

    11. March 2010

    Já mér finnst það svosem skiljanlegt í sumum tilfellum að fólk reyni að redda sér í einhverju heimaföndri, en það á þá einungis að gera í einu eintaki ekki sauma á allann vinahópinn og þá alls ekki fara að selja það!
    En þar sem ég er nú mikill fan af DIY þá mun égh samt aldrei blogga um hvernig eigi að gera DIY eftir íslenskri hönnun:) Ég dreg alfarið línuna þar en finnst t.d í lagi að benda á hvernig á að gera pils eftir Burberry hönnun þar sem fáir á Íslandi hafa efni á svoleiðis lúxus.
    En það er eflaust mjög biturt að hafa lagt á sig að hanna einhvað fínerí, svosem farmers market peysuna eða emami og svo apar fólk það eftir manni eins og ekkert sé eðlilegra.
    -S

  3. Anonymous

    11. March 2010

    Ég er samt ekki alveg að sjá afhverju það “má/er í lagi” að herma eftir erlendri hönnun en ekki íslenskri hönnun.
    Er ekki hönnuðurinn í báðum tilfellum búinn að leggja jafn mikið á sig?

    Svo eins og þú segir að það hafa ekki allir efni á að kaupa sér Burberry hönnun, en það er nú einu sinni þannig í dag að það hafa ekki allir efni á að kaupa sér íslenska hönnun í þessu árferði, s.s Farmers Market peysurnar sem eru ekki ókeypis.

    Auðvitað finnst mér samt alveg glatað gagnvart íslenskum hönnuðum (og erlendum líka) að það sé verið að herma eftir þeirra vinnu og striti, en það mér finnst undarlegt er að fólk sannfærir sjálfa sig um að íslenskir hönnuðir njóti meiri friðhelgi heldur en erlendir.

    Takk samt fyrir æðislegt blogg, kíki hingað oft á dag :)
    (og sorry langt comment vá)

    -arnfríður

  4. Eva

    11. March 2010

    Mér finnst í góðu lagi að fólk api eftir hinu og þessu og búi til eitthvað handa sjálfu sér, það er sjálfsbjargarviðleitni. En hinsvegar alveg fáránlegt að selja svona eftirlíkingar, það er bara stuldur.

    Svo er annað mál að við lifum á póstmódernískum tímum og það er allt endurunnið, hugmyndir líka, þannig það er ekkert látið í friði og ekkert að því að endurvinna annarra manna hugmyndir ef maður bætir við einhverju nýju og útkoman er þá eitthvað ferskt, jafnvel þó hún sé augljóslega innblásin af annars manns hönnun.

  5. SVART Á HVÍTU

    11. March 2010

    Ég nefndi þetta dæmi með Burberry því oftast leggja þessi stóru tískuhús línurnar fyrir því hvað koma skal og flestar tískuvöruverslanir koma síðar með sína útgáfu af þeirra hönnun. Fannst gaman að vita hvernig hægt er að sauma það sjálf í staðinn fyrir að kaupa það í Zöru eða Topshop í sumar:)
    Finnst gott og blessað ef að stelpur reddi sér með smá saumaskap eins og Eva nefnir, þetta er bara sjálfsbjargarviðleitni.
    En að fara svo með þá “hönnun” í sölu ætti að vera bannað.
    En svo er það annað mál með vöruhönnun, ég sé í síauknum mæli hugmyndum stolið frá erlendum hönnuðum og þá jafnvel af íslenskum hönnuðum og svo auðvitað öfugt líka.
    Það gæti nú verið sérfærsla fyrir sig, en ég held ég sleppi því þar sem það pirrar mig of mikið haha:)
    -S

  6. Edda

    11. March 2010

    Hæhæ vildi bara segja að ég hef rosa gaman af blogginu ykkar! En ég er alveg sammála, það er ljótt að herma nákvæmlega eftir, og sérstaklega til að selja, en ég ætla ekki að hafa neitt samviskubit yfir því að sauma einn Emami kjól eða gera eitt svona herðartré einfaldlega því ég á ekki krónu og þessir hlutir eru seldir langt yfir kostnaðarverði…

  7. ragga

    11. March 2010

    Sammála flestum hér fyrir ofan.. Mér finnst nú alveg í lagi að sauma sjálf eftir öðrum fötum (Emami o.fl.) og jafnvel á nánustu vini en hinsvegar finnst mér frekar fáránlegt að föndurbúðirnar hér í bænum eru að gefa snið eftir kjólnum.. þótt þetta sé nú bara það léttasta sem hægt er að sauma! :)

  8. Anonymous

    11. March 2010

    Auðvitað er það til skammar þegar fólk fer og hermir eftir annarra manna hugmyndum til þess að selja og græða á því. Ég er sammála ykkur að það sé í lagi að gera fyrir sjálfan sig ef manni virkilega langar í ákveðinn hlut en maður hefur kannski ekki efni á honum en getur búið hann til sjálfur. Finnst mér það eiga bæði við íslenska og erlenda hönnun.
    En það sem mér finnst fyndnast af öllu er hvað farmers market hefur náð langt með sínar lopapeysur þar sem munstrið í þeim er 90% stolið! Það er uppskrift af þessum peysum í eld eld gömlu Lopa blaði. Sú uppskrift er copy/paste-uð og smá breytingum bætt við. Ef manneskja ætlar sér svona langt með sitt merki finnst mér að hún gæti nú gert aðeins betur en þetta! En þetta er nú bara eitt dæmi.

    kv. Ellen (ókunnug en les oft)

  9. Anonymous

    11. March 2010

    Þegar ég fór að hugsa útí erlenda hönnun og stuld á því þá fór ég nú bara strax að hugsa um GOMMURNAR af veskjum, beltum og sólgleraugum sem seldar eru á götum allra borga í heiminum ..ég á sjálf fake chanel veski frá einhverjum kínverja í New York sem kostaði 10 dollara og ég er ekki með samviskubit yfir því ..er þetta ekki voðalega svipað?
    Einnig þetta með farmers market peysurnar, ég get sagt það að þetta er allt vooooðalega svipað, ef ekki eins og er í öllum prjónablöðunum sem mamma á. Svo ég er nú ekkert að vorkenna þeim neitt svakalega.

    En æðislegt blogg hjá ykkur stelpur, þetta er orðið að biblíunnu minni! haha :)
    -K

  10. óskalistinn

    11. March 2010

    ég lenti einu sinni í því að stelpa sem ég kannast við málaði mynd sem var hreinn stuldur á málverki eftir mig. Mér var illt í hjartanu lengi á eftir og þetta angrar mig ennþá :( Það er svo sárt að sjá hugverkin sín tekin og endurunnin, en sem betur fer var þetta alls ekki flott hjá henni greyinu ;) Og þessar eftirlíkingar (sbr. það sem Ólöf Jakobína bloggar um) eru rosalega annars flokks. Ef fólk hefur ekki efni á að kaupa krummaherðatré þá ætti það bara að búa til eitthvað annað (t.d. annan fugl) eða sætta sig bara við plain old ikea herðatré. maður þarf ekki alltaf að eignast alla flotta hönnun sem er til sölu, og maður þarf ekkert að reyna að búa til heimagerða útgáfu af því heldur..

  11. Anonymous

    12. March 2010

    Algjörlega sammála þessu!
    t.d. með Farmers market, bara sorry en að selja Íslenskar lopapeysur sem er ein elsta hönnun íslendinga, á MORÐ fjár og stela svo sjálf þessu mustri.. það er ekki nein uppfinning hjá þeim. Ég vorkenni þeim ekki mikið!

    En langar samt að benda á smá kaldhæðni hér, það sem hún Ólöf Jakobína er að blogga um hönnunarstuld, ef þið farið í “mitt dót” á síðunni hennar þá má sjá að hún er nú ekki saklaus í hönnunarstuld sjálf. Sjáið bara postulíns diskana sem hún gerir þar sem hún límir Bamba og fleiri dýrastyttur á diska.

    Það er nú bara orstutt síðan ég sá blogg (hér ekki satt?) um frægan hönnuð sem hannaði svona dýradiska og skála fyrir mörgum árum.

    Vona að ég sé ekki að fara með rangt mál en í fljótu bragði sýnist mér það alveg jafn mikill stuldur að selja þessa diska eins og aðra hönnun.

    Takk
    S

  12. Anonymous

    12. March 2010

    mér finnst allt í góðu að gera eftirlíkingar handa SJÁLFUM sér en þegar fólk er farið að græða á annarra manna hugmynd þá er það bara orðið skíturinn undir skónum að mínu mati.
    en við skulum ekki heldur gleyma þeim spöku orðum að ef þú ætlar að gera eitthvað eftir öðrum, gerðu það þá betur! margir listamenn hafa fengið “lánað” efni frá öðrum í sama bransa og gert það að sínu með því að betrumbæta hugmyndina eða jafnvel bara til að fá innblásturinn! og það má nú hver dæma fyrir sig hvort að það sé slæmt eða ekki….
    ég ætla allavega að sauma mér einn kjól sem ég sá í Topshop (þ.e.a.s. þegar ég læri loksins að sauma) og ég hef bara ekki minnsta samviskubit yfir því:)
    og Marta María gleymdi að minnast á annan gríðarlegan stuld. Moss vörurnar í G17 eru margar hverjar beinn stuldur af merkinu John Zack sem er/hefur einnig verið selt í G17 og Dúkkuhúsinu.
    -F

  13. Anonymous

    12. March 2010

    …já, og Moss er víst “íslensk hönnun”.

  14. Eva

    12. March 2010

    Svo er líka annar flötur á þessu… ef íslenskir hönnuðir vilja ekki að hugverkum sínum sé stolið, hvernig væri þá að hætta að hanna eitthvað (drasl) sem er hreinlega skorið út úr plexigleri eða krossviði (blessaður krumminn til dæmis) og actually búa til eitthvað aðeins flóknara og vandaðara þannig að jón og gunna úti í bæ geti ekki föndrað eftirlíkingu á einni kvöldstund. Bara pæling ;)

  15. óskalistinn

    12. March 2010

    “en við skulum ekki heldur gleyma þeim spöku orðum að ef þú ætlar að gera eitthvað eftir öðrum, gerðu það þá betur! ”

    Amen!

  16. Anonymous

    12. March 2010

    Vá Eva! Eins og talað frá mínu hjarta! ;) hehe
    hversu fáránlegt er það að selja einhvern krumma úr krossaviði á mörg þúsund sem pabbi gæti græjað útí skúr á no time, eða ísland úr plexigleri sem maður gæti látið skera út fyrir sig, svo er þetta selt á fleiri þúsundir. Allir búnir að stela frá hvor öðrum alveg í hringi.. og selt á morðfjár!
    Fáránlegt!!!

  17. óskalistinn

    13. March 2010

    ég hef nú persónulega aldrei skilið þetta sjónarmið að list og hönnun verði að vera rosalega flókið handverk. Og svo ég flaggi nú listfræðigráðunni minni þá get ég sagt að það er bara bull. Einfalt er oft betra, og það að “jón út í bæ gæti gert þetta” eru engin rök fyrir því að hönnunin sé ómerkileg – því jón út í bæ gerði þetta ekki heldur hönnuður.

  18. Sigurbjörg

    14. March 2010

    Talandi um kaldhæðni:Tilvísun úr commenti hér að ofan “En þar sem ég er nú mikill fan af DIY þá mun égh samt aldrei blogga um hvernig eigi að gera DIY eftir íslenskri hönnun:)”Gamalt blogg frá þessari síðu.

  19. Anonymous

    28. July 2012

    “bad artists copy- great artists steal”

  20. Anonymous

    28. July 2012

    Ég held að margir “hönnuðir” ættu að líta sér nær !!!! Það er enginn sem á einkarétt á fugli eða fiski hér á landi og þó að fólk nota Ísland krummann kindina eða krónuna sem fyrirmynd að sinni eigin hönnun svo lengi sem hún stangist ekki á við sömu hugmynd og aðrir hönnuðir eru að gera og sá sem selur mest hlýtur að vera gera e-ð rétt. Marta María ætti líka að fara í smá naflaskoðun áður en hún skrifar slíka grein – þar sem hún klárlega copy – pastar flest allt efni – það kallast víst ritstuldur ekki satt eða á þetta eingöngu við um vöruhönnun ???