Er maður ekki orðinn frekar fullorðinn þegar manni er farið að dreyma um postulín?
Jú það held ég nú, en postulínið sem mig dreymir um er frá Pip Studio sem er unaðslega fallegt hollenskt merki. Óttarlega kitsch en mjög smart samt sem áður.
Haldiði að það sé ekki gaman að borða ristaða brauðið sitt af svona diskum og drekka te-ið úr þessum krúttlegu bollum:)
Verðið er líka ekki slæmt.. Diskarnir eru á um 1100kr og stóra skálin á um 4800kr.
Ég ætla mér nú ekki að eignast allt stellið, held það sé nú langt yfir öll stelpumörk, en ég girnist mjög stóru skálina og bláu fugladiskana.
Hægt að skoða hér.
Like!
-S
Skrifa Innlegg