fbpx

Eurovison.

Hitt og þetta

Svona í tilefni þess að júróvisjón er í kvöld…
Surprise surprise en Hera verður klædd í Júniform kjól.
Eruði hissa?
Ég horfði með öðru auganu á undankeppnina og þótti hún Hera ekki sú allra smartasta í þessum vínrauða kjól.
Ég var að ræða um þetta við eina vinkonu mína í kvöld, en er fólk ekki orðið smá þreytt á að Ríkissjónvarpið sem að við by the way borgum fyrir sé nánast einn helsti auglýsingaraðilinn fyrir Júniform? Með endalausum auglýsingum viku eftir viku þegar að t.d. Ragnhildur Steinunn og svo núna Hera í júróvisjón eru endalaust klæddar í þessa hönnun. Þetta hefur núna verið svona í nokkur ár og satt best að segja er ég að verða þreytt á þessu.
Ég efast ekki um hæfileika Birtu sem hönnuð, og hún hannar mjög töff og flottar flíkur.
En það er úr mörgu öðru að velja, og aðrir hönnuðir myndu varla kvarta yfir svona ókeypis auglýsingu. Það mætti dreifa þessari fríu auglýsingu á aðeins fleiri hönnuði, eða það finnst mér.
Vona að Hera ásamt bakraddarsöngkonum verði aðeins meira smart í kvöld.

Það þarf nú ekki mikið til að toppa þennan kjól síðan í fyrra, en eins og er þá er vínrauði kjóllinn álíka spennandi og þessi.
Ég bind miklar vonir við að sjá einhvað nýtt frá Júniform í kvöld..
Ekki enn einn kjólinn sem ég hef séð síðustu árin í öllu brúðkaupsveislum, öllum útskriftum og öllum afmælum.
Gleðilegan Júróvisjóndag

-S

army jakkar

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

  1. Anonymous

    29. May 2010

    váá sammála!

  2. Anonymous

    29. May 2010

    Mér fannst reyndar kjóllinn sjálfur ekkert svo slæmur… hreyfðist fallega þegar hún dillaði sér – hins vegar er “skrautið” yfir axlirnar og brjóstin gera hana miklu stærri að ofan. Það fannst mér ótrúlega unflattering.

    Verri fundust mér bakraddirnar – þær voru eins og litlar rjómabollur í sínum kjólum :S

  3. Anonymous

    29. May 2010

    Það má ekki breyta atriðinu frá undankeppninni.. svo hún verður í sama kjólnum í kvöld.

  4. Edda

    29. May 2010

    Ríkissjónvarpið velur náttúrulega sem slíkt ekki þessar flíkur en þó sumir (ég stundum þ.m.t.) séu orðnir leiðir á Júníform þá ber Birta greinilega höfuð og herðar yfir aðra íslenska hönnuði því konur hreinlega elska þessa kjóla – Ragnhildur Steinunn og Hera eru greinilega í þeim hópi. Svo eru aðrar eins og t.d. Þóra Arnórs sem er eiginlega alltaf í íslenskri hönnun en ekki Júníform … fólk tekur bara ekki jafnmikið eftir því – örugglega bara því þau föt eru ekki jafn áberandi og auðþekkjanleg og Júníform fötin.

  5. Anonymous

    30. May 2010

    Ég elska margt frá Birtu, tek það fram.
    En þessi kjóll á Heru finnst mér hræðilegur!!! Gerir hana svo mikið feitari en hún er, liturinn ekki smart og bara boring dress. Get ekki sagt annað!

    Og verð líka að segja það að þessi auglýsingabrella hennar Birtu að setja alla nýju línuna sína núna á facebook finnst mér virkilega óaðlaðandi. Það er ekki gaman að kaupa sér 40þúsund króna kjól og allar vinkonur þínar eru löngu búnar að sjá hann á facebook þegar þú mætir svo í honum í brúðkaup.

    Annað, er að vera svoolítið leið á þessu sama sniði hjá henni. Gerir sama pilsið á lang flesta kjólana sína og setur svo eitthvað smá dúll í hálsmálið.
    Fyrir svona dýra “hönnun” þætti manni nú alveg í lagi að sjá smá breytingar ári til árs. :)

    Annað – er orðin mjöög sammála þessu með Rúv. Þetta er orðið frekar hallærislegt.
    Mamma hennar eða frænka hlítur bara að vinna á Rúv ??

    kveðja
    Sólrún

  6. Anonymous

    30. May 2010

    Pabbi hennar og stjúpmamma hennar vinna í RÚV.

  7. Anonymous

    30. May 2010

    Takk.. þarna kom skýringin!
    þetta er til skammar…

  8. Anonymous

    30. May 2010

    tek undir kommentið hér að ofan. Rúv velur ekki fötin á starfsfólkið, þau gera það sjálf. Fréttaritarar, þulur, spjallþáttastjórnendur og söngvarar ráða sínum fötum sjálfir. Þætti ykkur ekki hálf hallærislegt að mæta í vinnunna einn daginn og það væri búið að setja bann á að mæta í H&M fötum í vinnuna. Alveg sama hvernig þau litu út þá mætti ekki vera í þeim í vinnunni. Þetta er spurning um að ráða sér sjálfur og velja í hverju þú ert. Heru finnst þessi kjóll flottur og mér finnst hún flott í honum, afhverju má hún ekki ráða sér sjálf eins og við hin. Eiga Hera og Ragnhildur nú að fara að ganga í fötum sem þeim finnst kannski ljót því einhver annar en Birta hannar það? þær bera enga ábyrgð á því að íslenskir hönnuðir fái auglýsingu. Þið ættuð kannski frekar að fara frammá það að Rúv væri með hönnunarþátt einu sinni í viku sem færi milli vöru- og fatahönnuða og kynntu þá, held að það sé einfaldasta leiðin.

    verð síðan að viðurkenna að mér finnst þessi pirringu/skítkast á einn hönnuð vera orðið svolítið þreytt. Kom það ekki fram í stóra kjóla málinu að þessir starfsmenn velja sín eigin föt og þótt rúv sé ríkis rekið þá getum við ekki ætlast til þess að við(almúginn) ráðum hverju starsfólkið klæðist.

    kv.Valdís Ragna

  9. Anonymous

    30. May 2010

    Æji þær ráða nottlega hvernig föt þær velja sér en mér finnst bara að RÚV ætti að hafa einhverjar reglur á þessu.. Ég er ekkert fjúríus yfir þessu samt :D

    -KT

  10. Anonymous

    30. May 2010

    sammála þér Valdís Ragna…í alvöru þetta endalausa tuð er orðið svooo þreitt..

  11. Anonymous

    30. May 2010

    Það er nú bara hallærislegt að halda því fram að rúv hafi eitthvað með fataval fólksins að gera.
    Skil síðan heldur ekki þetta endalausa skítkast á aumingja Birtu.
    -margrét-

  12. SVART Á HVÍTU

    30. May 2010

    Það er nú allt í lagi að velta málinu fyrir sér án þess að verða sár.
    Þetta er auðvitað mjög stór kynning fyrir landið okkar og í fínu lagi að fleiri hönnuðir hefðu sömu tækifæri til að koma hönnun sinni á framfæri og Júniform. Og einmitt því þetta er svona mikil landkynning sem að við borgum fyrir þá ætti þetta bara alls ekki að snúast um persónulegan smekk Heru!
    Þetta er ekkert skítkast, ég tók skýrt fram að mér þyki Birta hanna mjög töff og flottar flíkur og á sjálf flík frá henni.
    En þegar þegar það kemur að júróvision þá er nú í góðu lagi að hafa álit á kjólunum eins og lögunum og ekki við öðru að búast. Væri heimurinn ekki frekar boring ef öllum þætti alltaf allt vera æðislegt og allir alltaf svaka smart:)
    -Svana

  13. Anonymous

    31. May 2010

    þessi kjóll er bara nákvæmlega sama snið og hún er búin að vera með i nokkur ár….ROSALEGA ÞREYTT! plús að Hera er frekar mikil um sig og þessi kjóll var alls ekkert að gera hana eitthvað flottari i laginu :/:/ mér persónulega fannst hún einsog hvalur uppá þessu sviði útaf kjólnum :/ og svo eru til svo margir aðrir flottir hönnuðir á islandi einsog t.d. Steinun,Andrea,Aftur,KvK svo eitthvað sé nefnt.

  14. Anonymous

    31. May 2010

    Halló hvaða snið mundi henta henni betur. Held að einmitt þetta snið sé bara ágætt á hana. Þetta þarf að vera svolítill hólkur og sem minnst aðsniðið að neðan.

    Svava Ásgeirs.

  15. Edda

    31. May 2010

    Það hafa allir hönnuðir nákvæmlega sömu tækifæri á að koma sinni hönnun á framfæri.
    Þetta ræðst bara af því hvað hverjum þykir flott og hvað ekki og Júníform hefur greinilega bara hitt í mark. Fráleitt að fara að stjórna því hverju fólk klæðist.

  16. ólöf

    2. June 2010

    mér finnst Birta alveg missniðug. Á margar ótrúlega flottar og smart flíkur en virðist samt eiga eitthvað erfitt með að klæða eftir vaxtarlagi og þannig..allavega eins og þessi kjóll..af hverju náði hann ekki niðrí gólf? það hefði lengt hana og grennt, en þessi stytting og ö..púffið gerði hana feitari og styttri..mér fannst bakraddasöngkonurnar í fallegri kjólum samt, en þeir hefðu ekki farið Heru vel heldur..en jæja

    en ég er svooooo sammála þér með þessar “auglýsingar” ég meina, mér finnst mjög flott að þeir kynni hana:) en mér finnst að aðrir ættu að vera kynntir líka. Markmiðið væri kannski að kynna almennt íslenska hönnun, einn daginn Júníform, annan daginn KOW, hinn daginn Forynja..og jadda jadda..nei bara svona:) alls kyns..það væri gaman:)