fbpx

Miu Miu

DIY


Eins mikið og ég var heilluð af Miu Miu fuglunum; skónum, kjólunum,


sokkabuxunum o.fl., þá finnst mér þetta orðið to much núna og ég er
orðin rosalega þreytt á þessu.

Ekki nóg með það að önnur hver búð hefur komið með eftirlíkingu af
þessu, t.d. Zara, Gina Tricot og Topshop, heldur er annar hver bloggari
búinn að gera DIY flík með þessum blessuðu fuglum.


Fyrst voru það sokkabuxurnar og bolirnir, svo skyrtukragarnir,
og nú eru það skórnir!

Mér finnst reyndar skórnir sem sumar hafa verið að gera mjög flottir
og ég væri alveg til í að föndra við það ef ég fyndi réttu skóna…


Þetta eru allt myndir af DIY Miu Miu skóm.
Þessir neðstu eru eftir hana Ingunni sem er með síðuna Wardrobe Wonderland,
mjög flottir!

En ekki gleyma því að þetta er bara mín skoðun og sú skoðun þarf ekki að endurspegla skoðun þjóðarinnar!

;)


-R

random símamyndir.

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Anonymous

    4. June 2010

    úff hvað ég er sammála þér…er þetta ekki komið gott?

  2. Ingibjörg Íris

    4. June 2010

    vá hvað ég er sammála.. svo allir að tala um Miu Miu “inspired”, ég mundi nú frekar kalla þetta Miu Miu rip-off haha

  3. Gerdur

    5. June 2010

    Þetta er orðið ágætt, fuglanir mega fara taka sér pásu!

  4. hilbb

    5. June 2010

    Gæti ekki verið meira sammála!!! Það liggur við að það sé ekki hægt að fara inn á tískublogg lengur nema að sjá eitthvað tengt þessum blessuðu fuglum…
    Mér fannst þetta flott fyrst en er farið að verða freeekar þreytt

  5. Anonymous

    6. June 2010

    Ísland í dag… gera allir allt eins og herma eftir næsta manni :( Þá er ekkert sérstakt og einstakt lengur.
    Lame!