fbpx

Blogg

Le Blog de Betty
Er mjög skemmtilegt blogg sem ég les oft, einstaklega smart og skemmtileg frönsk stelpa sem hefur haldið því út síðustu 3 árin.


Henni var þó nokkuð brugðið fyrir stuttu þegar hún rakst á bol í Zara með mynd af sér á.
Því er ekki að neita að stóru tískuhúsin sækja sér “innblástur” í götutískuna og lesa líka hin ýmsu tískublogg.


En þetta er mjöööög gróft!
Ekkert leyfi fengið hjá henni, bara ákveðið að skella henni Betty elskunni á stuttermabol og selja í milljónavís!
Eftir að hún birti þetta á blogginu sínu voru þau hjá Zara ekki lengi að hringja í hana og biðjast afsökunar á þessu leiðindarmáli.
hahah

-S

Sumarstelpur.

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Anonymous

    13. June 2010

    Vann hjá Zaru í mörg ár og maður lenti oft í því að þurfa taka vöru úr umferð þar sem einhver málsókn var í gangi. Enda er hulið kjörorð Zara “fashionable design made affordable” Enda ansi erfitt að finna upp hjólið 2svar

  2. Áslaug

    14. June 2010

    Já vá sá þetta um daginn! Alveeeg fáránlegt…Zara þarf einhvað að upgrade-a hönnunarteymin sín..!

  3. óskalistinn

    14. June 2010

    já vá – sá þetta um daginn hjá Betty – fyndið að láta hanka sig á svona því það er svo lítið mál að verða fyrir innblæstri og sleppa því að stela – bara nýta hitt og þetta í bland en þarna er næstum hver krumpa á bolnum eins

  4. Laufey Rún

    17. June 2010

    hún er ekki eini tískubloggarinn sem á í þessu vandamáli að stríða við Zöru: http://www.misspandora.fr/page/4/
    Gæti trúað að “hönnunar”-teymið hafi kíkt á nokkra af vinsælustu tískubloggurunum og fundið sé myndir og það séu ennþá fleiri tilfelli en þessi