fbpx

Púðluhundar & karrý


Ég fann þessa fínu mynd á Lookbook.
Alltaf gott að skoða þá síðu þegar ég veit ekki hverju skal klæðast.
Ég keypti þennan jakka í HM fyrir stuttu og mamma varð græn í framan…Ekki af öfund heldur því henni þykir hann svo hryllilega ljótur.
Og ég á ennþá eftir að afsanna það og þarf því að nota hann sem allra fyrst:)

En jakkinn er karrýgulur með svörtum púðluhundum á hahahaha:)
ooog ég ætlaði nú að segja ykkur frá því að ég notaði Moschino beltið mitt um daginn í fyrsta sinn við mjög ljósan kjól, beltið er mjög gamalt og haldiði ekki að beltið hafi litað kjólinn minn og skemmt hann!
össs hvað ég varð mega svekkt

  1. Notaði líka í fyrsta sinn Zara skóna mína í fyrradag, en Rakel var búin að geyma þá fyrir mig í allt sumar. Ef þetta eru ekki óþægilegustu skór sem ég á! Þvílíkt skakkur hællinn á þeim, ég á eftir að ökklabrjóta mig soon. Sýndi skósmið þá og hann fór að hlægja og spurði hvar ég keypti þetta rusl.
    Já 18þúsund króna rusl. Pant ekki kaupa Zara skó aftur!
    -S

McQueen skull/bones scarf

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Anonymous

    12. August 2010

    Ég á þessa skó og mínir eru bara mjög þægilegir þannig að ef það er eitthvað að þínu eintaki að þá myndi ég fara með þá í zöru. Þeir taka pottþétt við þeim.
    Og btw jakkinn er svaka cute!

  2. Sara

    12. August 2010

    Ohh mig langar SVO í þennan jakka! Hann er sjúkur.

  3. ólöf

    12. August 2010

    æ svekkjandi með skóna, þeir eru svo fallegir! og mér finnst karríguli púðluhundajakkinn bara kjút hehe

  4. Anonymous

    12. August 2010

    hvaða er síðan með þessari mynd?

  5. Thorhildur

    12. August 2010

    öfunda þig mega af moschino beltinu, þó það liti myndi ég láta mig hafa það! Búin að leita að einu á ebay for ages svo láttu mig vita ef þú villt selja það haha ;)
    x

  6. Svana

    12. August 2010

    Hahah já Þórhildur ég læt þig vita ef ég gefst uppá beltinu:) Það er á leið til Rakelar núna í smá pössun!
    En þú anonymous… hvaða mynd?

    En svekk með skónna… mun samt nota þá áfram… bara ekki í mikið labb, verða bara bíóskór og sitja á kaffihúsi:)

  7. transit

    12. August 2010

    ؛spɹɐƃǝɹ ʇsǝq

    ˙ǝʇısqǝʍ ɹno oʇ oƃ uɐɔ noʎ 'sʇuoɟ ǝnbıun puıɟ oʇ pǝǝu noʎ ɟı
    'ʎɐʍ ǝɥʇ ʎq

    0‾0 ǝɔıu sʞooן ƃoןq ɹnoʎ
    ¡ƃuıʇǝǝɹƃ ɯɹɐʍ ¡puǝıɹɟ ʎɯ oןןǝɥ

  8. Eva

    12. August 2010

    Jakkinn er bara krúttlegur! En skórnir eru ekki að blíva, ferðin til skósmiðsins var hálf vandræðaleg :/ En skórnir sem ég keypti í Zara eru mega þægjó, enda ekki alveg jafn háir og alls ekki skakkir.

  9. Svana

    12. August 2010

    Já haha “þetta eru bara bíóskór”
    En þínir eru líka æði… langar smá að fara bara í búðina að bítta mínum, en tími því samt ekki… var búin að bíða of lengi eftir þessum elskum.. Set þá bara uppí hillu til að dást að:)
    -Svana

  10. Anonymous

    13. August 2010

    Eg mæli með að þu prufir að nota Vanish a kjolinn aður en þu gefst upp a honum !!
    Það eru alveg otrulegustu hlutir sem nast ur með þessu undra efni ;)

    Leyfir þvi bara að liggja vel i blettinum aður en þu hendi honum i þvott og setur sma Vanish i velina með þvottaefninu :)

    kv. Bara

  11. Margrét

    13. August 2010

    Ég þrái þennan jakka, hann er svo mikið æði!

  12. Vivienne

    15. August 2010

    jibby. mínir svona skór eru líka drullu óþæginlegir.
    fýla jakkan!