Þetta krem er æði… eitt að því sem ég er að stelast í á Hótel Mömmu, en ég er að njóta síðustu dagana þar áður en ég flyt í nýju íbúðina í vikunni.
En það heitir Mac moisturelush, mér finnst mjög gott að setja það á húðina undir farða og mér finnst það gera húðina smá ljómandi:) Ofsa fínt.
Svo voru þessir hlunkar keyptir í vikunni en síðustu 2 árin hef ég hægt og rólega prófað flest sjampó og næringu sem Tigi er með.. eða bara alla Bed head línuna eins og hún leggur sig og líkar mér ofsa vel.
En þessa stundina er hárið mitt í rústi eftir ofnotkun á sléttujárni og lítillar notkunar á hitavörn og var mér bent á að prófa Tigi Oatmeal and Honey línuna, en það er s.s “comfort food for damaged hair”. Mmmm og það er að virka.
Verst við Tigi sjampóin að mig langar helst að borða þau, fáránlega góð lyktin!
7 Skilaboð
-
Mjög sammála þér þetta eru langbestu vörurnar!
Hvar keyptiru svona stóra pakkningu? :) -
já mér finnst þetta hársprey æði.
Þessar vörur eru á alveg ágætis verði á asos.com -keypti mér svona stórar pakkningar þar.
-
Já, vesen með þetta paraben alltaf hreint. Ég er orðin mjög meðvituð að nota ekki vörur með paraben í. Gleymdi mér reyndar aðeins og keypti einmitt otameal & honey sjampó og svo Small talk thickifier. Hárið á mér hefur sjaldan verið betra! Er með mjög fíngert og erfitt hár, en er mjög ánægð með þessar vörur.
Tinna
-
þessi hárnæring er dásamlega góð, love love love it.
-
Hvað gerir paraben?
-
-
Það eru til margar gerðir af parabenum og ekki allar sem eru taldar hafa áhrif á hormónakerfið. Sum eru semsagt talin í lagi.
Skrifa Innlegg