fbpx

Flower Eruption vase

Íslensk hönnun
…eftir Jón Björnsson
er mjög hátt á óskalistanum
Fást í Kraum og Epal
P.s
Ég er alveg í skýjunum þessa dagana.
Ég fékk draumadjobbið mitt í vikunni og mun ég í vetur skrifa í Hús & Hýbíli ásamt því að vera í skólanum.
Ég er alveg föst á því að sama hvað þú vilt. Go for it
Jafnvel þó að það sé að senda e-mail á ókunnuga konu að þér langi að vinna hjá henni!
Það gengur oftast upp hjá mér allavega:)
-S

DIY: Jeffrey Campell

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Hildur

    21. September 2010

    vá geggjaður vasi!
    Til hamingju með nýju vinnuna, algjör draumavinna! :D

  2. Gerdur

    21. September 2010

    Innilega til hamingju!!!!! Það er rétt, eina sem stoppar mann er maður sjálfur, það á bara að láta vaða, þá er allavegana samviskan hrein og maður veit að maður reyndi!

    úff hvað ég skrifaði maður oft í þessari setningu!

  3. birna h

    21. September 2010

    flott hjá þér og gangi þér vel í nýja starfinu :)
    Ég er ekki alveg viss með vasann, kannski að ég þurfi bara að venjast honum hehe

  4. Anna Margrét

    21. September 2010

    VEI!! En gaman!! Innilega til hamingju.
    Nú þarf maður að vera duglegir að lesa Hús & Híbýli, það er alveg á hreinu!

    Kv.

    Anna

  5. Anonymous

    21. September 2010

    hvernig setur maður svona Like-takka a síðuna sina?

  6. Svana

    21. September 2010

    Takk fyrir það stelpur!
    En anonymous… ég skal segja þér það ef þú segjir mér hvaða síðu þú ert með:)

  7. Anonymous

    21. September 2010

    til hamingju með nýju vinnuna :)

    googlaði jón björnsson og finnst það sem hann er að gera mjög flott :) væri alveg til í svona sófaborð…

  8. Anonymous

    21. September 2010

    til hamingju-gerði einmitt það sama um daginn og fékk draumadjobb sem sminka í leikhúsinu :)
    gangi þér vel-hlakka til að lesa

    kv. A

  9. Svart á hvítu

    21. September 2010

    Já hann er mjög flottur hönnuður, hann útskrifaðist einmitt úr skólanum sem ég var í úti og vasarnir voru útskriftarverkefnið hans ásamt risastóru sandborði.
    Sló alveg í gegn í Hollandi, enda var nú sandurinn íslenskur og það elska þessir útlendingar:)

    En sófaborðið er virkilega smart, einnig náttborðið. En hann gerði það í samstarfi við Epal á þessu ári og ég held það eigi að vera til sölu þar bráðlega.
    Getið skoðað hann hér; http://www.bjoss.com/
    -Svana

  10. ólöf

    21. September 2010

    geðveikt, til hamingju!

  11. Guðrún Ýr

    22. September 2010

    Til hamingju með starfið, miðað við bloggið sem er orðið reglulegt skoð hjá mér áttu vel heima þar:)

    kv.
    frá gamla nágrannanum hennar Rakelar;)