14 Skilaboð
-
Ég er svo mikið að fíla vörubrettin sem borð! Hef bara ekki hugmynd um hvar maður ætti að finna slík…
kv. Maren
-
Finnst þessir kollar líka vera æði!! og vörubrettin koma miklu beturút en ég hefðinokkurtímann þorað að vona haha
-KT
-
Þessi vörubretti liggja útum allt, fyrir utan búðir eins og Europris, Byko o.fl. o.fl… Ég er allavega alltaf að sjá svona bretti útum allt:) Þau eru nú samt ekkert gefins og fyrir alla að taka en það tekur örugglega enginn eftir því þó tvö hverfi;)
-Rakel
-
Já vá, ég er ekki alveg svona hugmyndarík, en þetta kemur mjööög vel út.
Ein spurning samt ( örugglega aulahrolls vekjandi en ég bara verð) : Fær maður ekki flís í tásuna ef maður setur fæturnar uppá eða er þetta kannski einmitt frábær leið til að fá fólk til að EKKI gera það.:-)
-
Hahah Rakel. var ég ekki búin að segja þér frá missioni-nu mínu og Andrésar í vikunni…. tókum göngutúr niður á Granda einmitt til að leita af vörubrettum. Trítluðum svo heim með 3 stk… frekar laumuleg eins og við hefðum gert einhvað af okkur haha:)
-
ég sá í Hús og Hýbýli fyrr á þessu ári að Thelma arkitekt var með svona vörubretti heima hjá sér, mjög töff :)
-
já ég hef séð vörubretti notað sem stofuborð, fallegt..og nú er einn í skólanum að gera eitt sem úti-langborð..það er auðvelt að nálgast svona bretti..getur bæði spurt í þessum vinnubúðum og svo er líka oft í alls kyns gámum og sorpu, sem er alveg í lagi að fjarlæga 1-2 stykki..held að það sé kannski enginn geðveikur söknuður í þessu
-
Rosalega kemur þetta vel út :)
skrítið en þetta venst.. og kemur vel út í stofunni hjá henni.
-
Vil byrja á að þakka fyrir frábært blogg. Eitt af því sem ég skoða daglega hér á netinu.
En ég er einmitt að fara að gera mér svona stofuborð… og gott að fá hugmyndir um hvar maður getur nálgast brettin. En pússaði systir þín þau ekkert upp??Kv.
Halldóra -
Lýst vel á hugmyndina með korkinn og hlakka til að sjá ef af henni verður!
Annars hefur mér alltaf fundist svona bretti vera soldið sæt, sá svo líka um daginn verkefni eftir Studiomama sem er akkurat húsgögn gerð úr brettum… http://www.studiomama.com/palletchairlo.html -
Ég var hrikalega hrifin af vörubrettunum þegar ég sá þetta fyrst í Hús og Hýbýli fyrir… tja.. 5 árum líklega… Og við ætluðum alltaf að gera þetta, en nú finnst mér svo margir komnir með þetta.. en samt ógeðslega töff. Og hef séð þetta sem bekki undir risastórum gluggum, er eiginlega skotnust í því. Þá er vörubrettið tekið í tvennt, langsum, og settir púðar eða dýna ofan á. Trikkið er svo að finna sér bretti þegar það er þurrt úti, en ekki eftir rigningu því þá er svo hrikalega mikil saggalykt af þeim, og svo bara PÚSSA eins og brjálæðingur, og helst lakka, svo það sé ekki flísavandamál. Hérna er svo búið að fara alla leið í þessu:
Það er líka hægt að kaupa vörubretti e-rs staðar, Sorpu eða eitthvað, man ekki alveg en kallinn minn veit það örugglega síðan við vorum að hugsa um þetta í den.
-
Nei hún pússaði brettin ekkert og gerði bara ekkert við þau, vildi halda þeim eins hráum og hægt var. Það er ekkert erfitt að fá flís af þeim en ég held hún hafi samt aldrei lent í því…;) Ég myndi kannski pússa aðeins yfir þetta en alls ekki mikið, og alls ekki lakka!
-Rakel
-
Ég setti mín undir tv og tímarit…
Neeeeeeenni ekki að pússa þetta haha..
Lítur líka bara nokkuð vel út:)
Mín eru samt minni stærðin, þessi venjulegu eru um 1,50 x 90 held ég… man ekki alveg.. En ég leitaði og leitaði af minni gerð og fann svo nokkur 70×90 í bunka:) Enda er stofan mín ansi lítil og hefði ekki þolað stærri týpuna.
Ég mæli með bíltúr útá Granda, eða Holtagarða og slík hverfi… þetta liggur útum allt
-S -
haha, já ég er náttúrulega með 11 mánaða gutta á heimilinu og vil ekki að hann fái flís í puttana sína :) þannig að ég myndi pússa þetta ef þetta færi inn á mitt heimili.
Skrifa Innlegg