Andrea Maack er íslensk listakona sem hefur nú látið útbúa ilmvötn útfrá teikningum frá sér.
Hún sendi teikningarnar sínar til Frakklands þar sem ilmvatnsgerðamaður túlkaði verkin hennar í ilmi.
Útfrá þessu samstarfi komu ilmirnir Sharp, Smart og Craft.
Mér finnst Smart rosa góður og er að íhuga að fjárfesta í honum:)
Nokkrar af teikningunum.
Fyrir stuttu var rosa flott sýning á ilmunum í Spark Design Space sem er á Klapparstíg.
En ilmirnir fást þar nú og eru á 9800kr.
Svo verð ég nú líka að benda á skemmtilega sýningu sem er í gangi þar núna, en það er sýning á verkum Vík Prjónsdóttir…
En það er nú efni í annað blogg.
Gleðilegann Laugardag:)
-S
Skrifa Innlegg