fbpx

behind the scenes – royal extreme

Íslensk hönnun
Royal Extreme er íslenskt merki stofnað af fatahönnuðinum Unu Hlín.
Merkið hefur undanfarið slegið í gegn og gerði Una Hlín mjög góða hluti á tískuvikunni í Kaupmannahöfn nýlega.
Þessar myndir eru teknar baksviðs á tískuvikunni í New York þar sem hún sýndi vor og sumarlínu 2011.
Nú styttist í opnun á Royal Extreme búð í Reykjarvík, en það verður spennandi að sjá hvað hún mun bjóða uppá!:)
Hægt er að skoða myndir af Royal Extreme s/s 2011 HÉR
-S

Hugmynd.

Skrifa Innlegg

22 Skilaboð

  1. Anonymous

    11. October 2010

    ú þetta lofar góðu! lovely details

  2. Signý Þórhallsdóttir

    11. October 2010

    Aha, hlakka rosa til að sjá verslunina og frábært að fá eitthvað nýtt og ferskt frá íslenskum hönnuðum!
    Btw. frábært blogg hjá þér Svana;)

  3. Anonymous

    11. October 2010

    sjúklegt…!

  4. Anonymous

    11. October 2010

    sjúkur jakki þessi efsti.

  5. Anonymous

    11. October 2010

    Vááá leddarinn á efstu myndinni er SJÚKUR!
    ég ætla að fá hann! Pant! ;)

    herðu ein spurning til ykkar tískugúrúa..

    Nýjustu föt Júníform.. hvað segið þið? Gleði eða vonbrigði?

    xx

  6. The Bloomwoods

    11. October 2010

    Flettusokkabuxurnar eru náttúrelega bara geðveikar og mér finnst neðsti perlujakkinn ekkert smá kúl

    V

  7. Sara

    11. October 2010

    fyrsti jakkinn er sjúkur!

  8. Anonymous

    11. October 2010

    Leðurjakkinn og sokkabuxurnar eru alveg to die for!!

    -KT

  9. Anonymous

    11. October 2010

    Síðan hennar er líka svakalega falleg!! er sammála því að ég hlakka til að kíkja í búðina :)

    -KT

  10. Anonymous

    12. October 2010

    Reykjarvík?

    Taka sig á í stafsetningunni. Það eru alltof oft stafsetningarvillur hér inn á!

  11. Svart á hvítu

    12. October 2010

    Fullt fullt af öðrum síðum sem þú getur skoðað ef að mín fer svona í taugarnar á þér….
    :)

  12. Anonymous

    12. October 2010

    Það er silly að vera með þekkta heimasíðu ef íslenskan er ekki í takt við það. Það eru alltof fáir sem eru góðir í íslensku í dag og það sést á heimasíðum ungra stúlkna. Sorglegt!

  13. Anonymous

    12. October 2010

    Fórst þú öfugu megin fram úr í morgun eða hvað er málið. Ef þetta er algengt vandamál að þá ættiru að hafa samband við menntamálaráðuneytið en ekki leggja saklaust fólk í einelti. Hrikalega óviðeigandi. Plús það að ReykjaRvík er greinilega innsláttarvilla – common!

    dísess hvað ég á ekki til orð…

    kv. Margrét

  14. Anonymous

    12. October 2010

    Ég bara varð að segja mína skoðun. Þó að stafsetning sé kannski ekki alltaf hárrétt, innsláttarvilla eða ekki þá finnst mér fáranlegt að vera setja út á það þegar maður er sjálfur ekki betur máli farinn.
    “Það er silly að vera með þekkta heimasíðu ef íslenskan er ekki í takt við það.”
    Er þá í lagi að vera með lélega stafsetningu ef síðan er ekki þekkt?

    Svana, ég kíki reglulega á síðuna þína og verð sjaldan vör við stafsetningavillur þó ég sé hálfgerður stafsetningapúki :)
    Ekki hlusta á svona fúlar á móti…

  15. Anna Margrét

    12. October 2010

    Heyrðu mig nú, Royal Extrem og allir rosa kátir og spenntir og svo bara stafsetningarvilluárásarsprenging (já ég skrifaði þetta allt í einu orði, hah!)

    Þessi síða gengur út á það sem þessar stelpur vilja skrifa um. Við sem höfum áhuga á þessu lesum síðuna . Hún fjallar sem sagt um hönnun og tísku en ekki um tungumál, málfar eða hvernig eigi að vera með móral.
    Það var enginn að biðja um að fá prófarkalesara íslensku orðabókarinnar til að koma og merkja við með rauðum penna. Þessa síða er frábær eins og hún er og þó að örlitlar, ósköp eðlilegar, villur læðist inn hér og þar þá láta diggir lesendur það ekki fara í taugarnar á sér.
    Þeir sem þurfa að láta svona hluti fara í taugarnar á sér er bent á frábæra síðu sem er skrifuð af íslenskuaðdáanda á Akureyri. Þið öll ættuð að fara saman á kaffihús og rífast við afgreiðslufólkið um að cafe latte og swiss mocca sé útlenska, við séum stödd á íslandi og að nú séu allir að menga málið með ensku slettum, og loks komist þið að þeirri niðurstöðu að heimurinn sé endanlega að farast. Góða skemmtun.

    http://old.ma.is/kenn/svp/pistlar/

    P.s stelpur. Þið megið verða fársjúkar af þágufallssýkinni fyrir mér. Ég myndi samt lesa bloggið ykkar. Takk fyrir mig :-)

  16. Anonymous

    13. October 2010

    Dem það er ömurlegt að geta ekki sett “like” á komment.. En Anna Margrét LIKE á þetta komment :)

    -KT

  17. Anonymous

    13. October 2010

    HAHAHAH ég ÞOLI ekki svona íslensku “hálfvita” !! Sorry en hvað fær þessar persónur til að finnast þær knúnar til að leiðrétta fólk? (oft bláókunnugt fólk í þokkabót)

    Hugsaðu um þín eigins typpi frænka og vertu þakklát fyrir að einhver nennir að vera með svona frábært og skemmtilegt blogg sem greininlega styttir þér daginn þar sem þú skoðar það reglulega og gefur þér tíma i að kommenta! ;)

    Pís
    Sigrún

  18. Una Hlín Kristjánsdóttir

    26. October 2010

    Verið hjartanlega velkomin í búðina…
    Og takk fyrir frábær comment.

    FRÁBÆRT BLOGG ;)

    Kær kveðja,
    UNA