fbpx

Hugmynd fyrir heimilið

DIYHeimili
Ef að ég væri ekki í leiguhúsnæði,
þá væri einn stór veggur orðinn svona
Með einni dós af svona málningu..
Er hægt að búa sér til flottasta vegg sem ég veit um.
Draumahúsið mitt er reyndar nýkomið á sölu…
Verst að peningar vaxa ekki á trjánum.
p.s
ég rakst á þennan viðburð á Facebook áðan
Airwaves fatamarkaður..
Faktorý Bar-Smiðjustíg 6
kl.1-6
Fallegar slár og fleira til sölu.. eflaust á spottprís:)
-S

rebbi refur

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Anna Margrét

    16. October 2010

    Ó þú leiguhúsnæði. Ég er svo hrædd um að þegar ég loksins kaupi fasteign (hún verður að öllum líkindum fab he he) að það þá verði ég annaðhvort orðin svo stútullt af æðislegum DIY hugmyndum fyrir heimiliði að ég fæ valkvíða og magapínu við það eitt að reyna velja baðherbergisflísar eða þá að ég verði orðin það gömul og hrum (ég á kannski 100 þúsund kall til að setja upp íbúð bú hú) að þá verði ég orðin hugmyndasnauð gelneglu kelling með rottuhund og innrétti allt eins og hjá Völu Matt. ( Völu Matt aðdáendur mega ekki taka þessu illa. Hún er eiturhress kona)

  2. The Bloomwoods

    16. October 2010

    Er sammála þér krítarveggir eru svo flottir, á pottþétt eftir að gera þannig vegg þegar að ég verð komin með íbúð!

    V

  3. Anonymous

    16. October 2010

    Vá hvað ég er skotin í þessari hugmynd!

  4. Rebekka

    16. October 2010

    ég máliði svona á ísskápinn minn þegar ég fluttinn inn. Mjög sniðugt, skrifa allt niður sem vantar fyrir næstu bónusferð á þetta!

  5. Anonymous

    17. October 2010

    Link á húsið takk :)

  6. Svart á hvítu

    17. October 2010

    Link á hvaða hús?:)
    Þessar myndir eru teknar í mörgum húsum….
    -Svana

  7. Anonymous

    17. October 2010

    Æi sagðir að draumahúsið væri komið á sölu:) Mér finnst svo gaman að skoða fasteignir til sölu, elska það!

  8. Svart á hvítu

    17. October 2010

    Já nú skil ég haha:)
    Sko þetta er eflaust ekki draumahús fyrir marga, en ég ólst upp þarna og mig dreymir um að gera það upp. En í dag er það vægast sagt horror.
    Ég skal setja það inn þegar það kemur á netið.
    (Maðurinn sem bjó þar var að látast svo ég býst fastlega við því að það detti inná netið bráðlega:/

  9. Anonymous

    17. October 2010

    Ég er med svona krítarvegg heima hjá mér! Mjög audvelt ad mála med thessari málningu en maeli samt med thremur umferdum thví thad er frekar erfitt ad thrífa hann, en ég gerdi bara tvaer umferdir einsog stód á umbúdunum. Mjög snidugt og svo elska börnin thetta og geta dundad sér á medan madur eldar matinn:)

  10. Anonymous

    18. October 2010

    æðisleg hugmynd!! velti samt fyrir mér hvort það skipti einhverju máli að þú sért í leiguhúsnæði? er nokkuð mál að mála yfir aftur áður en þú ferð? og gera dvölina á meðan þú ert þarna bara aðeins huggulegri?

    er sjálf að leigja og er jafnvel að spá í að hafa bara samband við fólkið og spurja hvort það sé ekki í lagi að ég máli einn vegginn :D (ef það er ekki erfitt að ná þessu af? ;s)
    þau hljóta nú að leyfa það :)) ég meina, hver vill ekki hafa svona vegg!?

    les oft, love it! -kata

  11. Anonymous

    18. October 2010

    …svo er svona málning líka til í öllum regnbogans litum en ekki bara svört. Veit ad sumum hryllir vid svörtum veggjum (ekki mér samt) og thá er snidugt ad velja einhvern hressandi lit í stadinn!